Körfubolti

Stelpurnar fá Skipti­borð í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóranna Kika Hodge-Carr og félagar í Val mæta í Laugardalshöllina í kvöld.
Þóranna Kika Hodge-Carr og félagar í Val mæta í Laugardalshöllina í kvöld. Anton Brink/Vísir

Það verður boðið upp á Skiptiborð frá leikjum Bónusdeildar kvenna í körfubolta í kvöld en þá fer fram öll fimmta umferðin.

Fresta þurfti þremur leikjum í gærkvöldi vegna snjókomunnar á suðvesturhorninu og voru þeir allir færðir aftur um einn sólarhring.

Það þýðir að allir fimm leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma.

Skiptiborðið mun fylgjast með öllum leikjunum fimm samtímis og skipta á þann leik sem er áhugaverðastur.

Fjórið byrjar klukkan 19.05 á Sýn Sport Ísland og allir leikirnir hefjast svo klukkan 19.15. Það er síðan hægt að horfa á hvern leik fyrir sig í beinni á stöðvum frá Sýn Sport Ísland 2 til Sýn Sport Ísland 6.

Eftir leikina verður svo Bónus Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem öll umferðin verður gerð upp.

Leikir kvöldsins í Bónus deild kvenna eru: 

19:15 Njarðvík-Grindavík [IceMar-höllin] Sýn Sport Ísland 2

19:15 Ármann-Valur [Laugardalshöll] Sýn Sport Ísland 3

19:15 Stjarnan-Keflavík [ÞG Verk höllin] Sýn Sport Ísland 4

19:15 Tindastóll-KR [Sauðárkrókur] Sýn Sport Ísland 5

19:15 Haukar-Hamar/Þór [Ásvellir] Sýn Sport Ísland 6






Fleiri fréttir

Sjá meira


×