Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Sveindís Jane Jónsdóttir var á Íslandi þegar liðsfélagi hennar, Elizabeth Eddy, fékk umdeilda grein sína birta í New York Post í byrjun vikunnar. Samsett/Getty Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf. „Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við. Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
„Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við.
Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira