Innlent

Sögu­leg ó­vissa á fast­eigna­markaði og með­virk gervi­greind

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma.

Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs.

Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd.

Við hittum mann sem keypti fágætan verðlaunahönnunarstól í Góða hirðinum, og þorir varla að setjast í hann. Svo verðum við í beinni frá eins konar draugalistahúsi á þessum öðrum degi hrekkjavöku, ef svo má að orði komast, og hittum hressa karla sem hittast alla virka og skera út listaverk.

Í sportinu verður farið vel yfir enska boltann, þar sem einn fulltrúi Íslendinga er í miklu stuði, auk þess sem körfuboltinn á sinn sess.

Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×