Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun