Lífið

Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verulega góð uppákoma.
Verulega góð uppákoma.

Í 8 - liða úrslitum í Kviss síðastliðinn laugardag mætti Fram Portúgal.

Fram vann Þrótt í 16 liða úrslitunum og Portúgal vann Bandaríkin í sinni fyrri viðureign.

Ragga Gísla og Sigurður Þór mættu sem fyrr fyrir hönd Fram og þeir Vilhelm Neto og Unnsteinn Manúel fyrir hönd Portúgal.

Í hraðaspurningunum átti sér stað nokkuð spaugilegt atvik þegar komið var að lokaspurningu Fram. 

Þá var spurt um hugtak yfir það þegar fólk týnir upp rusl. Rétt svar var að plokka en þegar spurningin var borin upp öskraði Sigurður „pegga“ og salurinn og aðrir keppendur grétu einfaldlega úr hlátri eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.