Um vændi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2025 12:01 Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vændi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun