Um vændi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2025 12:01 Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vændi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun