Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2025 10:27 Kvikmyndahús hefur verið starfrækt í Álfabakka frá árinu 1982. Vísir/Vilhelm Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026. Sagt er frá flutningi Nova í tilkynningu frá félaginu, en Nova hefur verið til húsa í Lágmúla allt frá stofnun árið 2007. Stendur til að flytja í Álfabakka 8 í Mjódd „þar sem stærsti skemmtistaður Íslands, Broadway, var um tíma“. Broadway var í upphafi níunda áratugarins starfræktur í kjallara hússins þar sem Sambíóin starfsrækja bíó. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að félagið muni vera með starfsemi í kjallaranum og á annarri og þriðju hæð hússins. Verslun muni sömuleiðis opna á staðnum. Hún segir að Sambíóunum verði lokað í árslok 2026 og þá verði ráðist í að breyta húsnæðinu. Nova hefur verið til húsa í Lágmúlanum allt frá stofnun 2007.Vísir/Hanna „Nova hefur gengið frá leigusamningi við Eignabyggð hf. um leigu á Álfabakka 8. Eignabyggð vinnur nú að heildar endurskipulagningu fasteignarinnar og gert er að ráð fyrir afhendingu til Nova á fyrri hluta ársins 2027. Húsnæðið verður sérhannað með þarfir Nova í huga, og mun öll starfsemi félagsins, sem nú er í Lágmúla - skrifstofur, verslun og lager - flytjast í nýja húsnæðið,“ segir í tilkynningunni. Samskipti við leigusala um leigulok núverandi húsnæðis í Lágmúla eru þegar hafin og segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif af flutningunum verði minniháttar. Ekki hefur náðst í Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóra Sam-félagsins sem rekur Sambíóin. Sylvía Kristín Ólafsdóttir er forstjóri Nova. Vísir/Vilhelm Spennandi tímar framundan Haft er eftir Sylvíu Kristínu í tilkynningunni að starfsmenn hlakki til að setja diskókúluna aftur upp í loft á Broadway þegar Nova flytji þangað 2027. „Broadway verður ekki bara nýtt heimilisfang heldur vinnustaður inn í framtíðina, með fullt af þeirri gleði, samvinnu og krafti sem árangur Nova hefur byggst á,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu. „Við ætlum að vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir á nýjum stað sem mótast af óskum og þörfum viðskiptavina og starfsfólks. Þannig verðum við áfram besta liðið, sterkasta vörumerkið, með ánægðustu viðskiptavinina og löðum um leið að okkur framúrskarandi hæfileikafólk sem virkjar gleðina og gróskuna sem hefur alltaf einkennt Nova. Það eru spennandi tímar framundan, við ætlum okkur stóra hluti og þess vegna skiptir máli að allt Nova liðið sé hluti af vegferðinni og taki þátt í henni saman. Við kynntum kaupréttaráætlun fyrir allt starfsfólk Nova í gær. Nú hækkum við í græjunum og hlökkum til að stíga út á glænýtt dansgólf stærsta skemmtistaðar í heimi,“ segir Sylvía Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Nova Fjarskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Sagt er frá flutningi Nova í tilkynningu frá félaginu, en Nova hefur verið til húsa í Lágmúla allt frá stofnun árið 2007. Stendur til að flytja í Álfabakka 8 í Mjódd „þar sem stærsti skemmtistaður Íslands, Broadway, var um tíma“. Broadway var í upphafi níunda áratugarins starfræktur í kjallara hússins þar sem Sambíóin starfsrækja bíó. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að félagið muni vera með starfsemi í kjallaranum og á annarri og þriðju hæð hússins. Verslun muni sömuleiðis opna á staðnum. Hún segir að Sambíóunum verði lokað í árslok 2026 og þá verði ráðist í að breyta húsnæðinu. Nova hefur verið til húsa í Lágmúlanum allt frá stofnun 2007.Vísir/Hanna „Nova hefur gengið frá leigusamningi við Eignabyggð hf. um leigu á Álfabakka 8. Eignabyggð vinnur nú að heildar endurskipulagningu fasteignarinnar og gert er að ráð fyrir afhendingu til Nova á fyrri hluta ársins 2027. Húsnæðið verður sérhannað með þarfir Nova í huga, og mun öll starfsemi félagsins, sem nú er í Lágmúla - skrifstofur, verslun og lager - flytjast í nýja húsnæðið,“ segir í tilkynningunni. Samskipti við leigusala um leigulok núverandi húsnæðis í Lágmúla eru þegar hafin og segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif af flutningunum verði minniháttar. Ekki hefur náðst í Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóra Sam-félagsins sem rekur Sambíóin. Sylvía Kristín Ólafsdóttir er forstjóri Nova. Vísir/Vilhelm Spennandi tímar framundan Haft er eftir Sylvíu Kristínu í tilkynningunni að starfsmenn hlakki til að setja diskókúluna aftur upp í loft á Broadway þegar Nova flytji þangað 2027. „Broadway verður ekki bara nýtt heimilisfang heldur vinnustaður inn í framtíðina, með fullt af þeirri gleði, samvinnu og krafti sem árangur Nova hefur byggst á,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu. „Við ætlum að vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir á nýjum stað sem mótast af óskum og þörfum viðskiptavina og starfsfólks. Þannig verðum við áfram besta liðið, sterkasta vörumerkið, með ánægðustu viðskiptavinina og löðum um leið að okkur framúrskarandi hæfileikafólk sem virkjar gleðina og gróskuna sem hefur alltaf einkennt Nova. Það eru spennandi tímar framundan, við ætlum okkur stóra hluti og þess vegna skiptir máli að allt Nova liðið sé hluti af vegferðinni og taki þátt í henni saman. Við kynntum kaupréttaráætlun fyrir allt starfsfólk Nova í gær. Nú hækkum við í græjunum og hlökkum til að stíga út á glænýtt dansgólf stærsta skemmtistaðar í heimi,“ segir Sylvía Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Nova Fjarskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira