„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. nóvember 2025 12:29 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Sjálfstæðismenn komu saman á Grand hótel á sérstökum fundi í gær sem var boðaður með stuttum fyrirvara. Þar var ný ásýnd flokksins kynnt en í henni felst dekkri blár litur samhliða því sem upprunalegi fálkinn sem var teiknaður 1945 var tekinn upp sem merki flokksins. Engar breytingar á stefnu flokksins né ný stefnumál voru kynnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að litið væri til fortíðar og í grunnstefnu flokksins sem mælist nú næststærstur í fylgiskönnunum. „Þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ sagði Guðrún í gær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst, segir stöðuna verulega snúna fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í svona klemmu. Hann er að missa fylgi hægra megin við sig, íhaldsmegin, yfir til Miðflokksins. Svo er hann líka að missa þetta klassíska frjálslynda fylgi til Viðreisnar og stundum virðist manni að flokkurinn viti ekki alveg í hvorn fótinn hann eigi að stíga. Flokkurinn er auðvitað að upplifa ákveðna tilvistarkreppu eftir langa valdasetu í landinu.“ Í gær kom fram að flokkurinn ætli ekki að halla sér frekar til hægri né vinstri til að bregðast við fylgistapi. „Fari hann of langt á eftir frjálslynda fylginu Viðreisnarmegin. Þá missir hann fylgi annars staðar og eins ef hann fer á eftir Miðflokknum. Þetta er erfið jafnvægislist sem flokkurinn stendur frammi fyrir,“ segir Eiríkur og bætir við: „Það er auðvitað eftirtektarvert að þetta útspil í gær sneri að ásýnd en ekki að stefnu eða innihaldi eða neinni áherslu á breytingu. Það er ekki verið að bregðast við þessari stöðu á stefnuhliðinni.“ Er tími breiðfylkingarinnar liðinn eða getur flokkurinn enn náð vopnum sínum? „Sú breyting hefur orðið á flokkakerfinu á Íslandi að stóru breiðu fylkingarnar sem reyna að brúa ýmsar víddir hafa átt undir högg að sækja. Það má halda því til haga að Sjálfstæðisflokkurinn er langmesta fjöldahreyfing íslenskra stjórnmála. Það má í rauninni segja að hann sé eini flokkurinn sem er fjöldahreyfing í klassískri merkingu þess hugtaks,“ segir Eiríkur sem bætir við að þar felist helsti styrkur flokksins. Enginn annar flokkur búi yfir jafn öflugu baklandi og grasrót. Hann heldur áfram: „Lengst af brúaði Sjálfstæðisflokkurinn svona þrjá meginskoðanahópa sem hafa til lengri tíma verið í sitt hvorum flokkunum í löndunum í kringum okkur. Það eru annars vegar hófsamir, frjálslyndir og kristilegir demókratar á evrópska vísu. Síðan ertu með hefðbundið íhaldsfylgi. Þjóðernisíhald að einhverju leyti jafnvel. Og þriðja víddin í þessu sambýli innan Sjálfstæðisflokksins var svo lengi vel frjálshyggjan sem átti sér heimili innan Sjálfstæðisflokksins. Sem leggur áherslu á lágmarksríkið og frelsi einstaklingsins. Nú hefur það gerst að undanförnu að í rauninni hafa allir þessir þrír hópar farið annað, að hluta til.“ Sem dæmi nefnir hann að frjálshyggjan hafi dofnað. Henni sé ekki haldið úti lengur af íslensku stjórnmálaafli. „Síðan stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir því að íhaldsfylgið hefur fundið sér annan heimastað í Miðflokknum og hinir hófsömu evrópsku kristilegu demókratar eiga sér heimili í Viðreisn. Þetta er sú breytta staða sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir og það er bara verulega snúið fyrir nýjan formann að fóta sig í því nýja umhverfi.“ Gríðarlega mikið undir í borginni Guðrún boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum og sagði hreinsun í vændum í ráðhúsinu. Eiríkur segir sigur í borginni vera lykilatriði fyrir ásýnd og framtíð flokksins. „Fyrir eðli flokksins sem valdaflokk Íslands þá er sú staðreynd að vera hvorki við völd á landsvísu né í Reykjavík flokknum mjög erfið. Það er sjálfsmyndarlega erfitt fyrir flokkinn. Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík. Það er gríðarlega mikið undir. Sérstaklega fyrir nýjan formann.“ Það sé erfitt að hans mati fyrir flokkinn að hafa þurft að vera meira og minna fyrir utan stjórnvölinn í borginni í hátt 30 ár. „Þrátt fyrir að hafa lagt mikla áherslu á að ná stjórnartaumunum aftur sem hann missti fyrir 30 árum þótt það séu einhver tímabil á milli þar sem hann var til skamms tíma við völd.“ Fulltrúaráð flokksins mun á morgun ákveða aðferð við val á lista fyrir borgarstjórnarkosningar. „Auðvitað skiptir það miklu máli hvernig velst á lista flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessum 30 árum reynt bara allar mögulegar útgáfur til þess að reyna takast á við þessa stöðu og allt hefur komið fyrir ekki. Þetta er mikill hjalli sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir og stendur fyrir áfram.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sjálfstæðismenn komu saman á Grand hótel á sérstökum fundi í gær sem var boðaður með stuttum fyrirvara. Þar var ný ásýnd flokksins kynnt en í henni felst dekkri blár litur samhliða því sem upprunalegi fálkinn sem var teiknaður 1945 var tekinn upp sem merki flokksins. Engar breytingar á stefnu flokksins né ný stefnumál voru kynnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að litið væri til fortíðar og í grunnstefnu flokksins sem mælist nú næststærstur í fylgiskönnunum. „Þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ sagði Guðrún í gær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst, segir stöðuna verulega snúna fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í svona klemmu. Hann er að missa fylgi hægra megin við sig, íhaldsmegin, yfir til Miðflokksins. Svo er hann líka að missa þetta klassíska frjálslynda fylgi til Viðreisnar og stundum virðist manni að flokkurinn viti ekki alveg í hvorn fótinn hann eigi að stíga. Flokkurinn er auðvitað að upplifa ákveðna tilvistarkreppu eftir langa valdasetu í landinu.“ Í gær kom fram að flokkurinn ætli ekki að halla sér frekar til hægri né vinstri til að bregðast við fylgistapi. „Fari hann of langt á eftir frjálslynda fylginu Viðreisnarmegin. Þá missir hann fylgi annars staðar og eins ef hann fer á eftir Miðflokknum. Þetta er erfið jafnvægislist sem flokkurinn stendur frammi fyrir,“ segir Eiríkur og bætir við: „Það er auðvitað eftirtektarvert að þetta útspil í gær sneri að ásýnd en ekki að stefnu eða innihaldi eða neinni áherslu á breytingu. Það er ekki verið að bregðast við þessari stöðu á stefnuhliðinni.“ Er tími breiðfylkingarinnar liðinn eða getur flokkurinn enn náð vopnum sínum? „Sú breyting hefur orðið á flokkakerfinu á Íslandi að stóru breiðu fylkingarnar sem reyna að brúa ýmsar víddir hafa átt undir högg að sækja. Það má halda því til haga að Sjálfstæðisflokkurinn er langmesta fjöldahreyfing íslenskra stjórnmála. Það má í rauninni segja að hann sé eini flokkurinn sem er fjöldahreyfing í klassískri merkingu þess hugtaks,“ segir Eiríkur sem bætir við að þar felist helsti styrkur flokksins. Enginn annar flokkur búi yfir jafn öflugu baklandi og grasrót. Hann heldur áfram: „Lengst af brúaði Sjálfstæðisflokkurinn svona þrjá meginskoðanahópa sem hafa til lengri tíma verið í sitt hvorum flokkunum í löndunum í kringum okkur. Það eru annars vegar hófsamir, frjálslyndir og kristilegir demókratar á evrópska vísu. Síðan ertu með hefðbundið íhaldsfylgi. Þjóðernisíhald að einhverju leyti jafnvel. Og þriðja víddin í þessu sambýli innan Sjálfstæðisflokksins var svo lengi vel frjálshyggjan sem átti sér heimili innan Sjálfstæðisflokksins. Sem leggur áherslu á lágmarksríkið og frelsi einstaklingsins. Nú hefur það gerst að undanförnu að í rauninni hafa allir þessir þrír hópar farið annað, að hluta til.“ Sem dæmi nefnir hann að frjálshyggjan hafi dofnað. Henni sé ekki haldið úti lengur af íslensku stjórnmálaafli. „Síðan stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir því að íhaldsfylgið hefur fundið sér annan heimastað í Miðflokknum og hinir hófsömu evrópsku kristilegu demókratar eiga sér heimili í Viðreisn. Þetta er sú breytta staða sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir og það er bara verulega snúið fyrir nýjan formann að fóta sig í því nýja umhverfi.“ Gríðarlega mikið undir í borginni Guðrún boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum og sagði hreinsun í vændum í ráðhúsinu. Eiríkur segir sigur í borginni vera lykilatriði fyrir ásýnd og framtíð flokksins. „Fyrir eðli flokksins sem valdaflokk Íslands þá er sú staðreynd að vera hvorki við völd á landsvísu né í Reykjavík flokknum mjög erfið. Það er sjálfsmyndarlega erfitt fyrir flokkinn. Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík. Það er gríðarlega mikið undir. Sérstaklega fyrir nýjan formann.“ Það sé erfitt að hans mati fyrir flokkinn að hafa þurft að vera meira og minna fyrir utan stjórnvölinn í borginni í hátt 30 ár. „Þrátt fyrir að hafa lagt mikla áherslu á að ná stjórnartaumunum aftur sem hann missti fyrir 30 árum þótt það séu einhver tímabil á milli þar sem hann var til skamms tíma við völd.“ Fulltrúaráð flokksins mun á morgun ákveða aðferð við val á lista fyrir borgarstjórnarkosningar. „Auðvitað skiptir það miklu máli hvernig velst á lista flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessum 30 árum reynt bara allar mögulegar útgáfur til þess að reyna takast á við þessa stöðu og allt hefur komið fyrir ekki. Þetta er mikill hjalli sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir og stendur fyrir áfram.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira