Erlent

Sarkozy laus úr fangelsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, sést hér yfirgefa heimili sitt þann 21. október til að hefja fangelsisdóm sinn í La Santé-fangelsinu í París.
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, sést hér yfirgefa heimili sitt þann 21. október til að hefja fangelsisdóm sinn í La Santé-fangelsinu í París. AP/Thibault Camus

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag sleppt úr fangelsi í París eftir úrskurð áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir hafa tekið ólöglega við fjármunum frá Líbíu í tengslum við kosningabaráttu sína árið 2007.

Skömmu eftir að honum var sleppt lausum úr La Santé-fangelsinu sást hann koma á heimili sitt í vesturhluta Parísar. Hinum sjötuga Sarkozy er óheimilt að yfirgefa franskt landsvæði og eiga í samskiptum við annað lykilfólk málsins á borð við vitni og aðra sem voru ákærðir. Gert er ráð fyrir að áfrýjunarmeðferð fari fram síðar og þá mögulega næsta vor.

Eftir sakfellingu Sarkozy þann 25. september síðastliðinn varð hann fyrsti fyrrverandi nútímaþjóðhöfðingi Frakklands til að verða settur bak við lás og slá. Hann neitar sök en var fangelsaður 21. október á meðan hann beið áfrýjunar málsins. Hann sóttist strax eftir því að verða sleppt fyrr úr haldi.

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×