Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 19:01 Hér má sjá glitta í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins, til hægri. Einnig er Júlíus Viggó Ólafsson á fundinum en han er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Vísir/Sigurjón Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Fulltrúar Varðar funduðu í dag í Valhöll um aðferð við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn tók um eina og hálfa klukkustund. Albert Guðmundsson, formaður Varðar, staðfesti í samtali við fréttastofu að farið yrði í leiðtogaprófkjör og uppstillingarnefnd skipuð fyrir hin sætin. Hann segir kjörinn oddvita þó ekki fá formlegt sæti í uppstillingarnefnd og óljóst hversu mikil áhrif hann muni kunna að hafa á störf nefndarinnar. „Það er engin formleg aðkoma oddvita að kjörnefndinni,“ segir Albert. Tveir þriðju viðstaddra þurftu að samþykkja tillöguna. Albert segir að yfir áttatíu prósent viðstaddra samþykktu tillöguna. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026 og tekur svo kjörnefnd við. Í lok október var greint frá að stjórnin hefði samþykkt að önnur tillaga yrði lögð fram á fundinum. Sú tillaga hljóðaði upp á leiðtogaprófkjör sem allir flokksmenn í borginni gætu tekið þátt í. Fulltrúaráðið fengi síðan að kjósa um annað til sjöunda sæti en stillt yrðu upp í hin 39 sætin. Einhverjar breytingar virðast því hafa átt sér stað fyrst að sú tillaga var ekki lögð fram. Formaðurinn lét sjá sig Bæði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason varaformaður létu sjá sig á fundinum. Það kann að koma á óvart þar sem að Guðrún er úr Hveragerði og Jens Garðar ú Fjarðabyggð og mun því hvorugt þeirra greiða atkvæði í Reykjavík. „Það var ánægjulegt að hún leit við en hún ávarpaði ráðið við lok fundar,“ segir Albert. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að kjörinn oddviti fengi eitthvað um uppstillingu nefndarinnar að segja en formaður Varðar neitar því.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira