Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 20:24 Flokkur fólksins var harðlega gagnrýndur í vetur fyrir að hafa í nokkur ár þegið styrki sem stjórnmálasamtök án þess að vera skráð sem slík. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður flokksins. Vísir/Lýður Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum.
Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira