Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 20:24 Flokkur fólksins var harðlega gagnrýndur í vetur fyrir að hafa í nokkur ár þegið styrki sem stjórnmálasamtök án þess að vera skráð sem slík. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður flokksins. Vísir/Lýður Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Flokkur fólksins er fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur fengið ársreikning sinn fyrir árið 2024 samþykktan af Ríkisendurskoðun. Þar kemur fram að flokkur Ingu Sæland tapaði 46 milljónum króna fyrir afskriftir, samanborið við 34 milljóna króna hagnað í fyrra. Eiginfjárstaða flokksins er enn jákvæð og stendur í 48 milljónum króna. Flokksskrifstofan var rekin 22 milljóna króna halla. Rekstrargjöldin námu 125 milljónum króna Tekjur flokksins árið 2024 námu 79 milljónum króna, þar af 65 milljónir úr ríkissjóði, 12 milljónir frá Alþingi, rúm ein milljón frá sveitarfélögum og slétt 417 þúsund krónur af félagsgjöldum. Á móti vógu rekstrargjöldin 125 milljónum króna, þar af 46 milljónir vegna aðalskrifstofu flokksins, 70 milljónir vegna Alþingiskosninga og níu milljónir í húsaleigu. Það vakti mikla athygli í vetur þegar greint var frá því að flokkurinn hefði á síðustu árum þegið styrki úr ríkissjóði sem stjórnmálasamtök upp á 240 milljónir króna þrátt fyrir að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök. Skráningunni var breytt á síðasta aðalfundi flokksins í febrúar. Kaupglöðust á Meta Inni í kostnaði vegna kosninga er ferðakostnaður, aðkeypt þjónusta, burðar- og flutningagjöld, ferðakostnaður og auglýsingar. Um 55 milljónir króna fóru í auglýsingar fyrir Flokk fólksins um kosningarnar, samkvæmt ársreikningi flokksins, en auk þess eru tvær milljónir króna bókfærðar undir rekstri aðalskrifstofu flokksins sem „auglýsingar og kynning.“ Flokkurinn varði 11 milljónum króna að lágmarki í auglýsingar á Facebook og Instagram í fyrra, samkvæmt greiningu á gögnum frá samfélagsmiðlarisanum Meta. Ekki liggur fyrir hvað flokkurinn hefur greitt í auglýsingar á öðrum netmiðlum eða í innlendum miðlum en hann keypti einnig auglýsingu á YouTube í kringum kosningarnar sem fékk rúmlega milljón áhorfa samkvæmt tölum frá Google. Stjórnmálaflokkurinn hefur verið sá allra kaupglaðasti á miðlum Meta síðustu fimm ár, en frá 2020 hefur hann varið tæplega 27 milljónum í auglýsingar á miðlum Marks Zuckerberg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig varið 13 milljónum króna í auglýsingar á Meta. Greint var frá því í fréttatilkynningu í dag að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, ynni að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma myndi fram í stefnu ráðuneytisins væri að ekki yrðu keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum.
Flokkur fólksins Alþingi Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent