Handbolti

Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark úr vinstra horni Benfica.
Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark úr vinstra horni Benfica. Benfica

Arnór Viðarsson og Stiven Tobar Valencia mættust í Íslendingaslag í Evrópudeildinni þegar Benfica sótti 34-32 sigur gegn Karlskrona.

Stiven skoraði aðeins eitt mark úr þremur skotum í sigri portúgalska liðsins. Arnór skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir heimamenn í Svíþjóð. Ólafur Andrés Guðmundsson er einnig leikmaður Karlskrona en kom ekki við sögu í kvöld. 

Karlskrona er enn án stiga þegar þrjár umferðir hafa verið spilaðar en Benfica fór með sigrinum upp í annað sæti E-riðils, á eftir toppliði Melsungen.

Íslendingar voru í eldlínunni annars staðar í Evrópudeildinni.

Birgir Jónsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir sænska liðið Savehof í 27-25 tapi gegn þýska liðinu Burgdorf. Savehof hefur ekki enn unnið leik í keppninni en gerði jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum.

Óðinn Þór Ríkharðsson skorað fjögur mörk úr fjórum skotum fyrir svissneska liðið Kadetten Schaffhausen í 30-29 sigri á útivelli gegn króatíska liðinu Nexe. Kadettarnir eru á toppnum í H-riðli með tvo sigra eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×