Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2025 14:43 Donald Trump, Melania Trump, Jeffrey Epstein og Gishlaine Maxwell í Flórída árið 2000. Getty/Davidoff Studioa Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. Eins og frægt er svipti Epstein sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkona hans og um tíma kærasta, var svo dæmd í tuttugu ára fangelsi árið 2021 fyrir að stoða Epstein um árabil við að brjóta á ungum konum og stúlkum um árabil. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í dag þrjú tölvupóstssamskipti Epsteins sem nefndin hefur komið höndum yfir. Ein þessara samskipta eru milli Epsteins og Maxwell og tvö eru milli Epsteins og Michael Wolff, rithöfundar. 🚨BREAKING: Oversight Dems have received new emails from Jeffrey Epstein’s estate that raise serious questions about Donald Trump and his knowledge of Epstein’s horrific crimes.Read them for yourself. It’s time to end this cover-up and RELEASE THE FILES. pic.twitter.com/A5XgOHj2Jq— Oversight Dems (@OversightDems) November 12, 2025 Demókratar hafa áður birt skjöl sem fengust úr dánarbúi Epsteins. Sjá einnig: Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Í einum pósti frá Epstein frá apríl 2011 skrifaði hann að Maxwell þyrfti að átta sig á því að „hundurinn sem hefur ekki gelt“ væri Trump. Hann sagði Trump hafa varið mörgum klukkustundum með stúlku sem Demókratar í nefndinni skilgreina sem fórnarlamb Epsteins. „Hann hefur aldrei verið nefndur.“ Þetta skrifaði Epstein um Trump og virðist sem hann hafi verið að vísa til þess að nafn hans hefði ekki verið nefnt í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Epstein nokkrum árum áður. „Ég hef verið að hugsa um það…“ skrifaði Maxwell til baka. Virðast hafa rætt rannsókn Samhengið í póstinum er tiltölulega óljóst en svo virðist sem þau hafi verið að tala um rannsóknina í Palm Beach sem leiddi til þess að Epstein gerði mjög svo umdeilt samkomulag við saksóknarann Todd Blanche, sem starfar nú í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Epstein játaði að hafa brotið á unglingsstúlku og sat inni í þrettán mánuði. Honum var sleppt í júlí 2009. Árið 2011 eða um það leyti þegar þau Epstein og Maxwell skiptust á póstunum hafði Epstein verið úrskurðaður kynferðisbrotamaður í New York og að honum stóðu spjót úr ýmsum áttum. Blanche, sem er aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við Maxwell í fangelsi fyrr á þessu ári og hafði í kjölfarið eftir henni að hún hefði aldrei séð Trump haga sér með óviðeigandi hætti þegar hann og Epstein voru vinir á árum áður. Í kjölfarið var hún flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas og hafa fregnir borist af því að hún ætli að leita á náðir Trumps og biðja hann um að losa sig úr fangelsi. Voru lengi vinir Trump og Epstein voru lengi vinir en vinskapur þeirra mun hafa beðið hnekki þegar þeir deildu um fasteign í Flórída árið 2004. Trump höfðaði fyrr í haust mál gegn Wall Street Journal eftir að miðillinn birti frétt um afmælisbréf sem Trump er sagður hafa skrifað í bók sem Maxwell setti saman fyrir Epstein þegar hann varð fimmtugur árið 2003. Bréfið er í raun sett upp eins og samræða eða atriði milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál. Utan um bréfið hefur verið teiknuð mynd af konu og er undirskriftin látin líta út fyrir að vera skapahár hennar. Atriðið á að hefjast á því að rödd heyrist segja: „Lífið hlýtur að snúast um meira en að eiga allt.“ „Við eigum ákveðna hluti sameiginlega, Jeffrey,“ segir Trump í bréfinu og fær svarið: „Já, við gerum það, þegar ég hugsa um það.“ Þá segir Trump: „Ráðgátur eldast aldrei, hefur þú tekið eftir því?“ „Já reyndar, það varð mér ljóst síðast þegar ég sá þig,“ svaraði Epstein í atriðinu ímyndaða. „Vinur er dásamlegur hlutur. Til hamingju með afmælið og megi hver dagur vera nýtt yndislegt leyndarmál, Donald J. Trump.“ Þá kvartaði Trump yfir því fyrr á þessu ári að Epstein hefði stolið af honum starfsfólki á Mar a Lago í Flórída á árum áður og þá hafi Trump rekið hann úr sveitarklúbbnum. Sjá einnig: „Hann stal henni“ Einn af póstunum sem birtur var í dag fjallar um þetta atvik. Þar sendi Epstein póst á Wolff árið 2019 og sagði að Trump hefði beðið sig um að yfirgefa Mar a Lago og segja upp aðild sinni að sveitaklúbbnum. „Hann vissi auðvitað af stúlkunum og hafði beðið Gishlaine um að hætta.“ Þarna virðist sem Epstein hafi verið að vísa til starfsfólks Trumps sem Epstein „stal“ en talið er að Virgina Giuffre hafi verið meðal þeirra. Nokkrum mánuðum eftir þessi tölvupóstsamskipti var Epstein handtekinn. Wolff hefur skrifað bækur og ritgerðir um Epstein. Sjá einnig: Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Demókratar birtu einnig póst milli Epsteins og Wolffs frá desember 201, þegar Trump var í forsetaframboði. Þá sendi Wolff póst á Epstein og sagðist hafa heyrt af því að Trump yrði spurður í viðtali við CNN um samband sitt við Epstein. Epstein svaraði og spurði: „Ef við gætum samið svar fyrir hann, hvernig heldur þú að það ætti að vera?“ „Ég held þú ættir að leyfa honum að hengja sig,“ svaraði Wolff. „Ef hann segist ekki hafa verið um borð í flugvélinni eða farið í húsið, þá gefur það þér verðmæta kynningu og pólitíska skiptimynt. Þú getur hengt hann á veg sem þú hagnast á, eða, ef það virðist sem hann muni vinna, gætir þú bjargað honum, og átt inni hjá honum.“ Wolff sagði einnig að Trump gæti einnig lofað Epstein og sagt að illa hefði verið komið fram við hann. Epstein væri fórnarlamb pólitísks rétttrúnaðar, og slíkt yrði ekki liðið í ríkisstjórn Trumps. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Eins og frægt er svipti Epstein sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkona hans og um tíma kærasta, var svo dæmd í tuttugu ára fangelsi árið 2021 fyrir að stoða Epstein um árabil við að brjóta á ungum konum og stúlkum um árabil. Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í dag þrjú tölvupóstssamskipti Epsteins sem nefndin hefur komið höndum yfir. Ein þessara samskipta eru milli Epsteins og Maxwell og tvö eru milli Epsteins og Michael Wolff, rithöfundar. 🚨BREAKING: Oversight Dems have received new emails from Jeffrey Epstein’s estate that raise serious questions about Donald Trump and his knowledge of Epstein’s horrific crimes.Read them for yourself. It’s time to end this cover-up and RELEASE THE FILES. pic.twitter.com/A5XgOHj2Jq— Oversight Dems (@OversightDems) November 12, 2025 Demókratar hafa áður birt skjöl sem fengust úr dánarbúi Epsteins. Sjá einnig: Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Í einum pósti frá Epstein frá apríl 2011 skrifaði hann að Maxwell þyrfti að átta sig á því að „hundurinn sem hefur ekki gelt“ væri Trump. Hann sagði Trump hafa varið mörgum klukkustundum með stúlku sem Demókratar í nefndinni skilgreina sem fórnarlamb Epsteins. „Hann hefur aldrei verið nefndur.“ Þetta skrifaði Epstein um Trump og virðist sem hann hafi verið að vísa til þess að nafn hans hefði ekki verið nefnt í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Epstein nokkrum árum áður. „Ég hef verið að hugsa um það…“ skrifaði Maxwell til baka. Virðast hafa rætt rannsókn Samhengið í póstinum er tiltölulega óljóst en svo virðist sem þau hafi verið að tala um rannsóknina í Palm Beach sem leiddi til þess að Epstein gerði mjög svo umdeilt samkomulag við saksóknarann Todd Blanche, sem starfar nú í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Epstein játaði að hafa brotið á unglingsstúlku og sat inni í þrettán mánuði. Honum var sleppt í júlí 2009. Árið 2011 eða um það leyti þegar þau Epstein og Maxwell skiptust á póstunum hafði Epstein verið úrskurðaður kynferðisbrotamaður í New York og að honum stóðu spjót úr ýmsum áttum. Blanche, sem er aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við Maxwell í fangelsi fyrr á þessu ári og hafði í kjölfarið eftir henni að hún hefði aldrei séð Trump haga sér með óviðeigandi hætti þegar hann og Epstein voru vinir á árum áður. Í kjölfarið var hún flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas og hafa fregnir borist af því að hún ætli að leita á náðir Trumps og biðja hann um að losa sig úr fangelsi. Voru lengi vinir Trump og Epstein voru lengi vinir en vinskapur þeirra mun hafa beðið hnekki þegar þeir deildu um fasteign í Flórída árið 2004. Trump höfðaði fyrr í haust mál gegn Wall Street Journal eftir að miðillinn birti frétt um afmælisbréf sem Trump er sagður hafa skrifað í bók sem Maxwell setti saman fyrir Epstein þegar hann varð fimmtugur árið 2003. Bréfið er í raun sett upp eins og samræða eða atriði milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál. Utan um bréfið hefur verið teiknuð mynd af konu og er undirskriftin látin líta út fyrir að vera skapahár hennar. Atriðið á að hefjast á því að rödd heyrist segja: „Lífið hlýtur að snúast um meira en að eiga allt.“ „Við eigum ákveðna hluti sameiginlega, Jeffrey,“ segir Trump í bréfinu og fær svarið: „Já, við gerum það, þegar ég hugsa um það.“ Þá segir Trump: „Ráðgátur eldast aldrei, hefur þú tekið eftir því?“ „Já reyndar, það varð mér ljóst síðast þegar ég sá þig,“ svaraði Epstein í atriðinu ímyndaða. „Vinur er dásamlegur hlutur. Til hamingju með afmælið og megi hver dagur vera nýtt yndislegt leyndarmál, Donald J. Trump.“ Þá kvartaði Trump yfir því fyrr á þessu ári að Epstein hefði stolið af honum starfsfólki á Mar a Lago í Flórída á árum áður og þá hafi Trump rekið hann úr sveitarklúbbnum. Sjá einnig: „Hann stal henni“ Einn af póstunum sem birtur var í dag fjallar um þetta atvik. Þar sendi Epstein póst á Wolff árið 2019 og sagði að Trump hefði beðið sig um að yfirgefa Mar a Lago og segja upp aðild sinni að sveitaklúbbnum. „Hann vissi auðvitað af stúlkunum og hafði beðið Gishlaine um að hætta.“ Þarna virðist sem Epstein hafi verið að vísa til starfsfólks Trumps sem Epstein „stal“ en talið er að Virgina Giuffre hafi verið meðal þeirra. Nokkrum mánuðum eftir þessi tölvupóstsamskipti var Epstein handtekinn. Wolff hefur skrifað bækur og ritgerðir um Epstein. Sjá einnig: Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Demókratar birtu einnig póst milli Epsteins og Wolffs frá desember 201, þegar Trump var í forsetaframboði. Þá sendi Wolff póst á Epstein og sagðist hafa heyrt af því að Trump yrði spurður í viðtali við CNN um samband sitt við Epstein. Epstein svaraði og spurði: „Ef við gætum samið svar fyrir hann, hvernig heldur þú að það ætti að vera?“ „Ég held þú ættir að leyfa honum að hengja sig,“ svaraði Wolff. „Ef hann segist ekki hafa verið um borð í flugvélinni eða farið í húsið, þá gefur það þér verðmæta kynningu og pólitíska skiptimynt. Þú getur hengt hann á veg sem þú hagnast á, eða, ef það virðist sem hann muni vinna, gætir þú bjargað honum, og átt inni hjá honum.“ Wolff sagði einnig að Trump gæti einnig lofað Epstein og sagt að illa hefði verið komið fram við hann. Epstein væri fórnarlamb pólitísks rétttrúnaðar, og slíkt yrði ekki liðið í ríkisstjórn Trumps.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira