Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 12:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur sautján sinnum verið fyrirliði íslenska landsliðsins við upphafsspyrnu leiks. Getty/Alex Grimm Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn hundraðasta landsleik í gærkvöldi þegar Íslands vann 2-0 sigur Aserbaísjan og hélt HM-vonum sínum á lífi. Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021 Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Jóhann hafði beðið í næstum því heilt ár eftir þessum hundraðasta leik því hann lék leik númer 99 á móti Wales 19. nóvember á síðasta ári. Hann hafði verið valinn í hópinn hjá Arnari Gunnlaugssyni áður en ekki náð að spila vegna meiðsla. Arnar setti hann í byrjunarliðið í gær og tímamótaleikurinn var í höfn. Jóhann er aðeins sá fimmti sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir karlalandsliðið en síðasti meðlimurinn í hundrað leikja klúbbnum á undan honum var Aron Einar Gunnarsson sem lék landsleik númer hundrað 6. nóvember 2022. Rúnar Kristinsson var stofnmeðlimur klúbbsins árið 2003 og þeir nafnar Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson bættust í hópinn í sama leiknum árið 2021. Rúnar, Birkir Bjarnason og Aron Einar voru allir 33 ára þegar þeir léku landsleik númer hundrað en Birkir Már var 36 ára. Jóhann Berg var því næstelstur, 35 ára og 17 daga gamall þegar hann lék leik númer hundrað í gær. Jóhann Berg lék sinn fyrsta landsleik á móti Aserbaísjan árið 2008 og landsliðsferill hans er því núna orðinn lengri en sautján ár. Í gær voru liðin sautján ár, tveir mánuðir og 24 dagar síðan hann lék sinn fyrsta landsleik. Aðeins fimm leikmenn hafa verið lengur en hann í landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen er sá eini sem náði að vera í meira en tuttugu ár í landsliðinu en þeir Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen og Ríkharður Jónsson voru allir meira en átján ár í landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson, sem var á bekknum í gær, hefur verið landsliðsmaður í rúm sautján ár en hann kom síðast við sögu í landsleik í júní síðastliðnum. Landsliðsferill hans telur nú sautján ár, fjóra mánuði og fjóra daga en tekur mikið stökk þegar hann kemur næst inn á völlinn. Jóhann Berg komst aftur á móti upp fyrir Ásgeir Sigurvinsson í gær en það liðu sautján ár, tveir mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta landsleiks Ásgeirs. - Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
- Lengstu landsliðsferlar - 20 ár - 2 mánuðir - 9 dagar Eiður Smári Guðjohnsen 1996-2016 18 ár - 10 mánuðir - 10 dagar Guðni Bergsson 1984-2003 18 ár - 4 mánuðir - 19 dagar Arnór Guðjohnsen 1979-1997 18 ár - 16 dagar Ríkharður Jónsson 1947-1965 17 ár - 4 mánuðir - 4 dagar Aron Einar Gunnarsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 24 dagar Jóhann Berg Guðmundsson 2008-2025 17 ár - 2 mánuðir - 17 dagar Ásgeir Sigurvinsson 1972-1989 16 ár - 9 mánuðir - 21 dagur Rúnar Kristinsson 1987-2004 16 ár - 5 mánuðir - 6 dagar Kári Árnason 2005-2021
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira