Fótbolti

Gaman í ís­lenska klefanum eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson stýrði sigursöngnum í klefanum eftir leik.
Guðlaugur Victor Pálsson stýrði sigursöngnum í klefanum eftir leik. @footballiceland

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einu stigi frá sæti í umspili um laust sæti á HM næsta sumar eftir hagstæð úrslit í riðlinum í gærkvöldi.

Ísland vann 2-0 sigur á Aserbaídsjan og seinna um kvöldið tapaði Úkraína 4-0 á móti Frakklandi.

Ísland og Úkraína eru með jafnmörg stig en íslenska liðið er með betri markatölu. Íslensku strákunum nægir því jafntefli í lokaleiknum á móti Úkraínu.

Það var líka gaman í íslenska klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan.

Knattspyrnusambandið birti myndband af strákunum fagna sigrinum í Aserbaísjan.

„Ég er bara með þrjú orð fyrir ykkur. ABC,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og strákarnir höfðu greinilega gaman af þessum innanhússhúmor.

Guðlaugur Victor Pálsson tók svo við og stjórnaði „Zicke zacke, zicke zacke, hoi hoi hoi“ söngnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×