Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 06:30 Andrea Medina hjá Atletico Madrid liggur rotuð í grasinu eftir höggið. Getty/Oscar J. Barroso Spænska knattspyrnukonan Andrea Medina fékk afar slæmt höfuðhögg í leik Atletico Madrid og Juventus í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Medina lenti í slæmum árekstri við ítölsku landsliðskonuna Barböru Bonansea. Hún hneig niður á völlinn stuttu eftir áreksturinn og lá hreyfingarlaus á meðan kallað var á sjúkralið. Eftir að hafa fengið aðhlynningu á vellinum var spænska U23-landsliðskonan borin af velli á sjúkrabörum og flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hin reynda breska íþróttafréttakona Jacqui Oatley var meðal þeirra sem lýstu leiknum fyrir Disney+. Hún brást við hinum ógnvekjandi atburðum með því að birta færslu á samfélagsmiðlum: „Þetta er hræðilegt. Við vorum að lýsa leik Atletico Madrid gegn Juventus í @UWCL fyrir Disney+ og ungi spænski vinstri bakvörðurinn Andrea Medina hneig skyndilega niður – hún fékk langa og bráða aðhlynningu áður en hún var borin af velli. Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún sé í lagi,“ skrifaði Jacqui Oatley. Þrátt fyrir að meiðsli Medinu virtust alvarleg var leikurinn kláraður, með tíu mínútna viðbótartíma. Atletico tapaði að lokum 2-1, en Emma Stolen Godo og Bonansea skoruðu sigurmark Juventus. Eftir leikinn beindist athyglin skiljanlega að mestu að Medinu. Atletico staðfesti á samfélagsmiðlum sínum að alvarlegt höfuðhögg hefði valdið því að unga varnarkonan þyrfti frekari rannsóknir og meðferð. Spænska félagið sagði: „Andrea Medina var skipt af velli eftir að hafa hlotið höfuðáverka. Knattspyrnukonunni líður vel en hún hefur verið flutt á sjúkrahús til frekari rannsókna.“ Í samtali við fréttamenn kom Carmen Menayo, aðalþjálfari Atletico, með frekari hvetjandi fréttir af ástandi Medinu: „Ég held að henni líði vel, hún er á sjúkrahúsi og þarf að fara í rannsóknir en ég held að hún sé í lagi. Það er það mikilvægasta af öllu.“ Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en þarf eflaust talsverðan tíma til að jafna sig áður en hún snýr aftur inn á fótboltavöllinn. Medina hefur spilað í öllum þremur leikjum Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún var meðal markaskorara í 6-0 sigri þeirra á St. Pölten. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar, frá U16 upp í U23, og unnið tvo Evrópumeistaratitla með U19-liðinu og heimsmeistaratitil með U20-liðinu. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Medina lenti í slæmum árekstri við ítölsku landsliðskonuna Barböru Bonansea. Hún hneig niður á völlinn stuttu eftir áreksturinn og lá hreyfingarlaus á meðan kallað var á sjúkralið. Eftir að hafa fengið aðhlynningu á vellinum var spænska U23-landsliðskonan borin af velli á sjúkrabörum og flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hin reynda breska íþróttafréttakona Jacqui Oatley var meðal þeirra sem lýstu leiknum fyrir Disney+. Hún brást við hinum ógnvekjandi atburðum með því að birta færslu á samfélagsmiðlum: „Þetta er hræðilegt. Við vorum að lýsa leik Atletico Madrid gegn Juventus í @UWCL fyrir Disney+ og ungi spænski vinstri bakvörðurinn Andrea Medina hneig skyndilega niður – hún fékk langa og bráða aðhlynningu áður en hún var borin af velli. Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún sé í lagi,“ skrifaði Jacqui Oatley. Þrátt fyrir að meiðsli Medinu virtust alvarleg var leikurinn kláraður, með tíu mínútna viðbótartíma. Atletico tapaði að lokum 2-1, en Emma Stolen Godo og Bonansea skoruðu sigurmark Juventus. Eftir leikinn beindist athyglin skiljanlega að mestu að Medinu. Atletico staðfesti á samfélagsmiðlum sínum að alvarlegt höfuðhögg hefði valdið því að unga varnarkonan þyrfti frekari rannsóknir og meðferð. Spænska félagið sagði: „Andrea Medina var skipt af velli eftir að hafa hlotið höfuðáverka. Knattspyrnukonunni líður vel en hún hefur verið flutt á sjúkrahús til frekari rannsókna.“ Í samtali við fréttamenn kom Carmen Menayo, aðalþjálfari Atletico, með frekari hvetjandi fréttir af ástandi Medinu: „Ég held að henni líði vel, hún er á sjúkrahúsi og þarf að fara í rannsóknir en ég held að hún sé í lagi. Það er það mikilvægasta af öllu.“ Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en þarf eflaust talsverðan tíma til að jafna sig áður en hún snýr aftur inn á fótboltavöllinn. Medina hefur spilað í öllum þremur leikjum Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hún var meðal markaskorara í 6-0 sigri þeirra á St. Pölten. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Spánar, frá U16 upp í U23, og unnið tvo Evrópumeistaratitla með U19-liðinu og heimsmeistaratitil með U20-liðinu. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira