Innlent

Sam­eining geti aukið aðdráttar­afl fyrir nýja í­búa

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd frá Hvammstanga úr safni.
Mynd frá Hvammstanga úr safni. Vísir/Vilhelm

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember.

Í fréttatilkynningu segir að samstarfsnefnd um sameiningu muni halda íbúafundi í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember og í Félagsheimilinu Hvammstanga 18. nóvember, þar sem álit nefndarinnar verður kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag kosninganna.

Auk þess geti íbúar beint spurningum til samstarfsnefndarinnar.

Í áliti nefndarinnar segir að Dalabyggð og Húnaþing vestra séu líka að landkostum, íbúasamsteningu, búsetumynstri og atvinnulífi.

Við sameiningu sveitarfélaganna yrði til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjó nustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi.

Álit samstarfsnefndarinnar í heild sinni er eftirfarandi:

„Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar. Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.“

Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður.

Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“

Íbúum er bent á að allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna og kosningarnar sé að vinna á upplýsingavef samstarfsnefndarinnar dalhun.is


Tengdar fréttir

Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna

Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×