Innlent

Hælis­leit­endur og börn í auknu mæli notuð sem burðar­dýr

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, nýtt sem burðardýr í auknu mæli, og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar en yfirmaður hjá lögreglunni segir skipulagða glæpahópa vera vaxandi ógn hér á landi.

Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu.

Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu.

Þá verðum við í beinni frá tendrun jólatrésins í jólaþorpinu í Hafnarfirði, sem er viðburður se mer ávallt vel sóttur meðal bæjarbúa.

Í sportpakkanum verður rætt við bardagakappann Hákon Arnórsson, sem stígur inn í hringinn í fyrsta sinn á Íslandi á morgun, og rætt verður við Hákon Arnar Haraldsson landsliðsfyrirliða í fótbolta um leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á sunnudag.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×