Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 09:34 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira