Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 09:34 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira