Skrautlegur ferðadagur Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 12:15 Strákarnir okkar fögnuðu vel í Bakú en nú fer að koma að síðari úrslitaleik þessa glugga, við Úkraínu. Getty/Aziz Karimov Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira