Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 11:37 Einn þessara oddviti trónir á toppnum hvað varðar mætingu á borgarstjórnarfundi á árinu. Samsett Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. Skrifstofa borgarstjórnar tók saman mætingu borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi síðustu ára eftir að beiðni um birtingu barst frá Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Af oddvitum flokkanna í borgarstjórn er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, svokölluð mætingardrottning ársins 2025. Hún mætti á alla fundina en í tvö skipti var hún viðstödd einungis hálfan fundinn. Samtals missti hún af einum borgarstjórnarfundi af þeim sautján sem haldnir hafa verið á árinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, deila öðru til fjórða sæti. Samtals missti hvert þeirra af tveimur borgarstjórnarfundum, en bæði Einar og Hildur voru tvisvar sinnum viðstödd hálfan fund. Öll fjögur ætla að bjóða aftur fram krafta sína í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, hreppir fimmta sætið með því að mæta á samtals fjórtán fundi. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig aftur fram sem oddviti. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga við fréttastofu í septembermánuði. Sanna Magdalena Mörtudóttur, oddviti Sósíalistaflokksins, er síðan í því sjötta með þrettán og hálfan fund. Hún er ákveðin í að bjóða sig aftur fram, en þó er óvíst hvort það verði undir formerkjum Sósíalistaflokksins eftir breytingar í framkvæmdastjórn hans. Það munar ekki miklu á síðustu tveimur sætunum en Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í næstsíðasta sætinu. Hún missti alls af fimm fundum, fjórum heilum og tveimur hálfum. Það er því Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem vermir botnsætið þar sem hún hefur mætt á ellefu og hálfan fund og var fjarverandi fjóra heila fundi og þrjá hálfa. Dóra Björt ætlaði sér að verða formaður Pírata en hætti við og sagði hugmyndir hennar stuðla að óeiningu innan flokksins. Hún stefnir þó, að öllu óbreyttu, á að bjóða aftur fram krafta sína. Þórdís Lóa hefur hins vegar tilkynnt að hún ætlar ekki að bjóða sig aftur fram. Vert er að taka fram að einungis er um einfalda mætingu að ræða og koma ekki fram útskýringar á fjarveru borgarfulltrúanna, jafnvel þótt þeir séu fjarverandi til að sinna öðrum störfum fyrir borgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Skrifstofa borgarstjórnar tók saman mætingu borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi síðustu ára eftir að beiðni um birtingu barst frá Mörtu Guðjónsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í forsætisnefnd. Af oddvitum flokkanna í borgarstjórn er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, svokölluð mætingardrottning ársins 2025. Hún mætti á alla fundina en í tvö skipti var hún viðstödd einungis hálfan fundinn. Samtals missti hún af einum borgarstjórnarfundi af þeim sautján sem haldnir hafa verið á árinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, deila öðru til fjórða sæti. Samtals missti hvert þeirra af tveimur borgarstjórnarfundum, en bæði Einar og Hildur voru tvisvar sinnum viðstödd hálfan fund. Öll fjögur ætla að bjóða aftur fram krafta sína í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, hreppir fimmta sætið með því að mæta á samtals fjórtán fundi. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig aftur fram sem oddviti. „Ég hef sagt flokksfélögum mínum að ég vilji gjarnan minnka við mig vegna aldurs svo oddvitastaða er ekki draumastaða hjá mér heldur styðja og vera með í baráttunni fyrir góðum málum flokksins,“ segir Helga við fréttastofu í septembermánuði. Sanna Magdalena Mörtudóttur, oddviti Sósíalistaflokksins, er síðan í því sjötta með þrettán og hálfan fund. Hún er ákveðin í að bjóða sig aftur fram, en þó er óvíst hvort það verði undir formerkjum Sósíalistaflokksins eftir breytingar í framkvæmdastjórn hans. Það munar ekki miklu á síðustu tveimur sætunum en Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í næstsíðasta sætinu. Hún missti alls af fimm fundum, fjórum heilum og tveimur hálfum. Það er því Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem vermir botnsætið þar sem hún hefur mætt á ellefu og hálfan fund og var fjarverandi fjóra heila fundi og þrjá hálfa. Dóra Björt ætlaði sér að verða formaður Pírata en hætti við og sagði hugmyndir hennar stuðla að óeiningu innan flokksins. Hún stefnir þó, að öllu óbreyttu, á að bjóða aftur fram krafta sína. Þórdís Lóa hefur hins vegar tilkynnt að hún ætlar ekki að bjóða sig aftur fram. Vert er að taka fram að einungis er um einfalda mætingu að ræða og koma ekki fram útskýringar á fjarveru borgarfulltrúanna, jafnvel þótt þeir séu fjarverandi til að sinna öðrum störfum fyrir borgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira