„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. nóvember 2025 07:01 Sif Sigmarsdóttir hefur verið að velta Annie Leifs fyrir sér í kvartöld. Hana langaði að skrifa ævisögu hennar en skortur á heimildum kom í veg fyrir það. Loks þegar skáldævisagan fór í prent dúkkaði upp dagbók. Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi. Bókin Allt sem við hefðum getað orðið fléttar saman frásögnum af þremur konum frá ólíkum tímaskeiðum, ein þeirra er blaðamaður sem er falið að fjalla um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir seinni heimsstyrjöld. Þungamiðja bókarinnar er dagbók Anniear Leifs sem uppgötvast í miðri skáldsögunni. Blaðamaður Vísis heyrði í Sif til að ræða nýútkomna skáldsöguna og óvæntan dagbókarfundinn. Tilraun til að bjarga konu frá „sagnfræðilegri gleymsku“ Hugmyndina að skáldsögunni má rekja aftur til aldamóta þegar Sif vann að rannsóknum fyrir lokaritgerð í sagnfræði á handritasafni Landsbókasafnsins og rakst á skjöl um „konu sem sagan hafði gleymt“ - Annie Leifs. Hin margumrædda Annie Leifs. Annie var mikill áhrifavaldur í lífi Jóns Leifs, eins merkasta tónskálds Íslendinga. Hún var allt í senn eiginkona, ráðgjafi, viðskiptafélagi, aðstoðarkona og ritari og hafði afgerandi áhrif á stefnuna sem hann tók í tónlist sinni. En af skjölunum að dæma sá Sif að Annie var miklu meira en bara „konan bak við manninn“ og ásetti sér því að skrifa ævisögu hennar. „En samstundis rakst ég á óyfirstíganlega hindrun. Eitt vandamál sem sagnfræðingar standa andspænis eru heimildirnar; heimildir um líf, hegðun og skoðanir kvenna í fortíð eru af skornum skammti. Sú var raunin í tilfelli Anniear,“ segir Sif. Jón Leifs er dýrkaður og dáður. Að hennar sögn liggur mikið eftir Jón af persónulegum heimildum sem hann hélt til haga en því sé öfugt farið með Annie. Ekki virtist talin nokkur þörf á að varðveita hennar sögu. „Ég skrifaði þessa skálduðu ævisögu að miklu leyti vegna þess að ekki var til nógu mikið af heimildum um Annie til að hægt væri að skrifa um hana hefðbundna ævisögu; engar dagbækur, lítið um bréf eða önnur gögn. Ég var sem sé að reyna að bjarga henni frá sagnfræðilegri gleymsku.“ Hafði legið áratugum saman uppi á háalofti „Nema hvað, það hafði samband við mig maður, sem fann nýverið raunverulega dagbók Anniear Leifs! Bókin kom upp úr kassa sem hafði legið áratugum saman á háalofti á Skólavörðustíg,“ segir Sif. „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast,“ segir hún en í skáldsögunni gerist nákvæmlega það sama, gleymd og grafin dagbók Anniear finnst. Þannig það má segja að raunveruleikinn api hér eftir skáldskapnum. „Þetta er með ólíkindum, þessi uppgötvun er hálfgerður sagnfræðilegur draugagangur,“ segir Sif. Skáldsagan sem inniheldur skáldaða dagbók Anniear Leifs og sjálf dagbókin. Margt í dagbókinni sé að sögn Sifjar mjög „spúkí“ í ljósi sögunnar. „Annie teiknar svartan kross í dagbókina daginn sem faðir hennar deyr, en skömmu síðar er móðir hennar flutt í útrýmingarbúðir.“ „Innsýn í hversdagslífið hreyfir líka við manni. Hún fer furðu oft í bíó með dætur sínar tvær þótt stríðið geisi, en svo missir hún báðar dætur sínar nokkrum árum síðar; þá yngri í hafið og hina í svartnætti geðsjúkdóms,“ segir Sif. Síðasta færsla dagbókarinnar er „Reise Stokholm“ en þá tekst fjölskyldunni að flýja Þriðja ríki Hitlers til Svíþjóðar. „Ef ég væri ekki svona efnislega þenkjandi manneskja myndi ég kannski fara að túlka þennan dagbókarfund sem skilaboð að handan,“ segir Sif og bætir við: „En ég er bara leiðinlegur sagnfræðingur með báða fætur á jörðinni.“ Hjónin yfirgáfu Þýskaland 1944 og skildu tveimur árum síðar. Hún sjái fundinn þó að einhverju leyti sem skilaboð, eða réttara sagt áminningu um að sagan er alltaf hjá okkur. „Okkur finnst alltaf svo mikil skil á milli okkar og sögunnar, við látum eins og að við séum eitt og fortíðin eitthvað annað. En fortíðin er alltaf með okkur, við erum fortíðin, við erum sprottin upp úr því sem kom á undan okkur. Lifnaðarhættir okkar, skoðanir okkar, hugsanir, gildi,“ segir Sif. „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur.“ Geymdi kassann og kom honum að lokum á réttan stað Ekki nóg með það heldur fléttast maðurinn sem fann bókina, Örn Leifsson, nokkuð skemmtilega inn í söguna og tengist fjölskyldu Leifs örlagaböndum. „Ástæðan fyrir því að hann fann kassann er sú að amma hans, Ingibjörg Kaldal, var frænka Jóns Leifs. Afi hans var Magnús í Pfaff og hafði hann lánað Jóni Leifs skrifstofuaðstöðu á Skólavörðustíg 1 á þeim árum sem Jón stofnaði Stef,“ segir Sif. Í kassanum fannst einnig eintak af Litla kvæðinu um litlu hjónin sem Snót Leifs hafði fengið í jólagjöf. Þegar húsið var selt árið 2006 fór Örn með föður sínum að tæma það og var honum falið að geyma kassa sem var talinn hafa verið í eigu Jóns Leifs. „Þegar Örn fór með kassann á Landsbókasafnið síðasta sumar, á nákvæmlega sama tíma og verið var að búa skálduðu ævisöguna mína til prentunar, uppgötvaði hann að þarna var kassi fullur af eigum Anniear,“ segir Sif. Við þetta bætist önnur áhugaverð hliðarsaga: foreldrar Jóns Leifs, Þorleifur og Ragnheiður, hálfpartinn björguðu lífi ömmu Arnar, Ingibjargar Kaldal. Ljósmyndur og lítið blómakort sem fundust einnig í kassanum. „Ingibjörg missti báða foreldra sína og voru þau systkinin send á einhverja sveitabæi þar sem þeim leið mjög illa. Þegar Þorleifur og Ragnheiður fréttu af því tóku þau börnin að sér. Örn segir þetta hafa bjargað lífi þeirra og að faðir hans hafi verið skírður í höfuðið á hjónunum en hann heitir Leifur Ragnar,“ segir Sif. „Örn sagði þau jafnframt hafa búið til Kaldal eftirnafnið sem vísun í það erfiða líf sem þau lifðu áður en þau komust til Þorleifs og Ragnheiðar.“ Oft þarf bara eina tiltekt á háaloftinu til. Bókmenntir Þýskaland Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Bókin Allt sem við hefðum getað orðið fléttar saman frásögnum af þremur konum frá ólíkum tímaskeiðum, ein þeirra er blaðamaður sem er falið að fjalla um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir seinni heimsstyrjöld. Þungamiðja bókarinnar er dagbók Anniear Leifs sem uppgötvast í miðri skáldsögunni. Blaðamaður Vísis heyrði í Sif til að ræða nýútkomna skáldsöguna og óvæntan dagbókarfundinn. Tilraun til að bjarga konu frá „sagnfræðilegri gleymsku“ Hugmyndina að skáldsögunni má rekja aftur til aldamóta þegar Sif vann að rannsóknum fyrir lokaritgerð í sagnfræði á handritasafni Landsbókasafnsins og rakst á skjöl um „konu sem sagan hafði gleymt“ - Annie Leifs. Hin margumrædda Annie Leifs. Annie var mikill áhrifavaldur í lífi Jóns Leifs, eins merkasta tónskálds Íslendinga. Hún var allt í senn eiginkona, ráðgjafi, viðskiptafélagi, aðstoðarkona og ritari og hafði afgerandi áhrif á stefnuna sem hann tók í tónlist sinni. En af skjölunum að dæma sá Sif að Annie var miklu meira en bara „konan bak við manninn“ og ásetti sér því að skrifa ævisögu hennar. „En samstundis rakst ég á óyfirstíganlega hindrun. Eitt vandamál sem sagnfræðingar standa andspænis eru heimildirnar; heimildir um líf, hegðun og skoðanir kvenna í fortíð eru af skornum skammti. Sú var raunin í tilfelli Anniear,“ segir Sif. Jón Leifs er dýrkaður og dáður. Að hennar sögn liggur mikið eftir Jón af persónulegum heimildum sem hann hélt til haga en því sé öfugt farið með Annie. Ekki virtist talin nokkur þörf á að varðveita hennar sögu. „Ég skrifaði þessa skálduðu ævisögu að miklu leyti vegna þess að ekki var til nógu mikið af heimildum um Annie til að hægt væri að skrifa um hana hefðbundna ævisögu; engar dagbækur, lítið um bréf eða önnur gögn. Ég var sem sé að reyna að bjarga henni frá sagnfræðilegri gleymsku.“ Hafði legið áratugum saman uppi á háalofti „Nema hvað, það hafði samband við mig maður, sem fann nýverið raunverulega dagbók Anniear Leifs! Bókin kom upp úr kassa sem hafði legið áratugum saman á háalofti á Skólavörðustíg,“ segir Sif. „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast,“ segir hún en í skáldsögunni gerist nákvæmlega það sama, gleymd og grafin dagbók Anniear finnst. Þannig það má segja að raunveruleikinn api hér eftir skáldskapnum. „Þetta er með ólíkindum, þessi uppgötvun er hálfgerður sagnfræðilegur draugagangur,“ segir Sif. Skáldsagan sem inniheldur skáldaða dagbók Anniear Leifs og sjálf dagbókin. Margt í dagbókinni sé að sögn Sifjar mjög „spúkí“ í ljósi sögunnar. „Annie teiknar svartan kross í dagbókina daginn sem faðir hennar deyr, en skömmu síðar er móðir hennar flutt í útrýmingarbúðir.“ „Innsýn í hversdagslífið hreyfir líka við manni. Hún fer furðu oft í bíó með dætur sínar tvær þótt stríðið geisi, en svo missir hún báðar dætur sínar nokkrum árum síðar; þá yngri í hafið og hina í svartnætti geðsjúkdóms,“ segir Sif. Síðasta færsla dagbókarinnar er „Reise Stokholm“ en þá tekst fjölskyldunni að flýja Þriðja ríki Hitlers til Svíþjóðar. „Ef ég væri ekki svona efnislega þenkjandi manneskja myndi ég kannski fara að túlka þennan dagbókarfund sem skilaboð að handan,“ segir Sif og bætir við: „En ég er bara leiðinlegur sagnfræðingur með báða fætur á jörðinni.“ Hjónin yfirgáfu Þýskaland 1944 og skildu tveimur árum síðar. Hún sjái fundinn þó að einhverju leyti sem skilaboð, eða réttara sagt áminningu um að sagan er alltaf hjá okkur. „Okkur finnst alltaf svo mikil skil á milli okkar og sögunnar, við látum eins og að við séum eitt og fortíðin eitthvað annað. En fortíðin er alltaf með okkur, við erum fortíðin, við erum sprottin upp úr því sem kom á undan okkur. Lifnaðarhættir okkar, skoðanir okkar, hugsanir, gildi,“ segir Sif. „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur.“ Geymdi kassann og kom honum að lokum á réttan stað Ekki nóg með það heldur fléttast maðurinn sem fann bókina, Örn Leifsson, nokkuð skemmtilega inn í söguna og tengist fjölskyldu Leifs örlagaböndum. „Ástæðan fyrir því að hann fann kassann er sú að amma hans, Ingibjörg Kaldal, var frænka Jóns Leifs. Afi hans var Magnús í Pfaff og hafði hann lánað Jóni Leifs skrifstofuaðstöðu á Skólavörðustíg 1 á þeim árum sem Jón stofnaði Stef,“ segir Sif. Í kassanum fannst einnig eintak af Litla kvæðinu um litlu hjónin sem Snót Leifs hafði fengið í jólagjöf. Þegar húsið var selt árið 2006 fór Örn með föður sínum að tæma það og var honum falið að geyma kassa sem var talinn hafa verið í eigu Jóns Leifs. „Þegar Örn fór með kassann á Landsbókasafnið síðasta sumar, á nákvæmlega sama tíma og verið var að búa skálduðu ævisöguna mína til prentunar, uppgötvaði hann að þarna var kassi fullur af eigum Anniear,“ segir Sif. Við þetta bætist önnur áhugaverð hliðarsaga: foreldrar Jóns Leifs, Þorleifur og Ragnheiður, hálfpartinn björguðu lífi ömmu Arnar, Ingibjargar Kaldal. Ljósmyndur og lítið blómakort sem fundust einnig í kassanum. „Ingibjörg missti báða foreldra sína og voru þau systkinin send á einhverja sveitabæi þar sem þeim leið mjög illa. Þegar Þorleifur og Ragnheiður fréttu af því tóku þau börnin að sér. Örn segir þetta hafa bjargað lífi þeirra og að faðir hans hafi verið skírður í höfuðið á hjónunum en hann heitir Leifur Ragnar,“ segir Sif. „Örn sagði þau jafnframt hafa búið til Kaldal eftirnafnið sem vísun í það erfiða líf sem þau lifðu áður en þau komust til Þorleifs og Ragnheiðar.“ Oft þarf bara eina tiltekt á háaloftinu til.
Bókmenntir Þýskaland Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira