Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:10 Styttan af Jon Dahl Tomasson fyrir utan þjóðarleikvang Svía. Fáir Svíar hugsa hlýtt til Jons Dahl Tomasson eftir afleitt gengi fótboltalandsliðsins undir hans stjórn. Samfélagsmiðlastjarna ákvað hins vegar að heiðra þennan „hataðasta mann Svíþjóðar“ eins og hún orðaði það. Svíþjóð tók á móti Slóveníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2026 í fyrradag. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum Strawberry Arena í Stokkhólmi og endaði með 1-1 jafntefli. Þeim sem mættu á leikinn brá í brún þegar þeir sáu styttu af Tomasson fyrir utan leikvanginn. Um var að ræða uppátæki samfélagsmiðlastjörnunnar Fabians Svorono. „Miðað við það sem ég hef lesið virðist hann ekki hafa fengið mörg tækifæri svo hann á kannski skilið að fá smá ást. Sömuleiðis var þetta skemmtileg tilraun til að sjá hvernig fólk myndi bregðast við þegar maður reisir styttu af manni sem fólki líkar ekkert sérstaklega vel við,“ sagði Svorono. Hann taldi líklegt að styttan yrði fyrir skemmdarverkum en svo reyndist ekki vera og margir tóku meira að segja myndir af sér við hana. Svorono gaf sig fram og gekkst við því að hafa sett styttuna af Tomasson fyrir framan Strawberry Arena. Honum fannst allt eins líklegt að hann yrði handtekinn en honum til undrunar höfðu lögreglumenn gaman að uppátækinu. Þeir létu Svorono þó fjarlægja styttuna sem stendur núna á skrifstofu hans. Hinn danski Tomasson tók við sænska landsliðinu í mars 2024. Hann stýrði því í átján leikjum en aðeins helmingur þeirra vannst og allt gekk á afturfótunum hjá Svíum í undankeppni HM. Tomasson var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði og við starfi hans tók Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea. Svíþjóð endaði í fjórða og neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM og vann ekki leik. Liðið verður hins vegar í pottinum þegar dregið verður í umspil um sæti á HM í dag sökum árangurs þess í Þjóðadeildinni. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira
Svíþjóð tók á móti Slóveníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2026 í fyrradag. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum Strawberry Arena í Stokkhólmi og endaði með 1-1 jafntefli. Þeim sem mættu á leikinn brá í brún þegar þeir sáu styttu af Tomasson fyrir utan leikvanginn. Um var að ræða uppátæki samfélagsmiðlastjörnunnar Fabians Svorono. „Miðað við það sem ég hef lesið virðist hann ekki hafa fengið mörg tækifæri svo hann á kannski skilið að fá smá ást. Sömuleiðis var þetta skemmtileg tilraun til að sjá hvernig fólk myndi bregðast við þegar maður reisir styttu af manni sem fólki líkar ekkert sérstaklega vel við,“ sagði Svorono. Hann taldi líklegt að styttan yrði fyrir skemmdarverkum en svo reyndist ekki vera og margir tóku meira að segja myndir af sér við hana. Svorono gaf sig fram og gekkst við því að hafa sett styttuna af Tomasson fyrir framan Strawberry Arena. Honum fannst allt eins líklegt að hann yrði handtekinn en honum til undrunar höfðu lögreglumenn gaman að uppátækinu. Þeir létu Svorono þó fjarlægja styttuna sem stendur núna á skrifstofu hans. Hinn danski Tomasson tók við sænska landsliðinu í mars 2024. Hann stýrði því í átján leikjum en aðeins helmingur þeirra vannst og allt gekk á afturfótunum hjá Svíum í undankeppni HM. Tomasson var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði og við starfi hans tók Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea. Svíþjóð endaði í fjórða og neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM og vann ekki leik. Liðið verður hins vegar í pottinum þegar dregið verður í umspil um sæti á HM í dag sökum árangurs þess í Þjóðadeildinni.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Sjá meira