Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 20. nóvember 2025 07:48 Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Orð frá stjórnarandstöðu sem telur hagsmunum okkar best borgið þegar við erum lítil og óáreiðanleg í samskiptum við okkar helstu vina- og viðskiptaþjóðir.Hvert ætlar stjórnarandstaðan að snúa sér?Til Bandaríkjanna? Lands sem skellti á okkur 15% tollum án fyrirvara eða nokkurs samtals. Vilja þau snúa sér að Rússum? Eða er það Kína? Þetta er gamaldags hræðsluáróður sem talar niður til íslensks samfélags sem er best þegar það er opið, djarft og framsækið.Fá ríki, ef einhver, hafa hagnast jafn mikið og Ísland á því opna og frjálslynda kerfi sem reis úr rústum seinni heimsstyrjaldar. Það hefur tryggt okkur aðgengi að mörkuðum, tækifærum og samstarfi sem við hefðum annars aldrei haft. Nú er svo komið að 70% af okkar útflutningi er til EES landa.70% Heimurinn er breyttur Stórveldin mynda tollablokkir og við verðum að stíga ákveðið til jarðar og spyrja: Hvar ætlum við að staðsetja okkur í þessari nýju heimsmynd? Að tala fyrir einangrun, tortryggni eða útilokun er skaðlegur málflutningur.Slíkur málflutningur vinnur gegn hagsmunum Íslands, gegn atvinnulífi okkar, gegn öryggi okkar og gegn framtíðarmöguleikum okkar á alþjóðasviðinu. Ég er stoltur Íslendingur, stoltur af samfélaginu sem við höfum byggt og stoltur af því að vilja gera það enn betra. Við verndum ekki hagsmuni Íslands með því að gera það lítið, lokað og hrætt. Við verndum það með því að vera stórhuga,taka pláss, vera virkir og traustir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Látum frjálslynda og sterka rödd Íslands heyrast hátt og skýrt. Því aðeins þannig tryggjum við framtíð sem er verðug þeirrar þjóðar sem við viljum vera. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Orð frá stjórnarandstöðu sem telur hagsmunum okkar best borgið þegar við erum lítil og óáreiðanleg í samskiptum við okkar helstu vina- og viðskiptaþjóðir.Hvert ætlar stjórnarandstaðan að snúa sér?Til Bandaríkjanna? Lands sem skellti á okkur 15% tollum án fyrirvara eða nokkurs samtals. Vilja þau snúa sér að Rússum? Eða er það Kína? Þetta er gamaldags hræðsluáróður sem talar niður til íslensks samfélags sem er best þegar það er opið, djarft og framsækið.Fá ríki, ef einhver, hafa hagnast jafn mikið og Ísland á því opna og frjálslynda kerfi sem reis úr rústum seinni heimsstyrjaldar. Það hefur tryggt okkur aðgengi að mörkuðum, tækifærum og samstarfi sem við hefðum annars aldrei haft. Nú er svo komið að 70% af okkar útflutningi er til EES landa.70% Heimurinn er breyttur Stórveldin mynda tollablokkir og við verðum að stíga ákveðið til jarðar og spyrja: Hvar ætlum við að staðsetja okkur í þessari nýju heimsmynd? Að tala fyrir einangrun, tortryggni eða útilokun er skaðlegur málflutningur.Slíkur málflutningur vinnur gegn hagsmunum Íslands, gegn atvinnulífi okkar, gegn öryggi okkar og gegn framtíðarmöguleikum okkar á alþjóðasviðinu. Ég er stoltur Íslendingur, stoltur af samfélaginu sem við höfum byggt og stoltur af því að vilja gera það enn betra. Við verndum ekki hagsmuni Íslands með því að gera það lítið, lokað og hrætt. Við verndum það með því að vera stórhuga,taka pláss, vera virkir og traustir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Látum frjálslynda og sterka rödd Íslands heyrast hátt og skýrt. Því aðeins þannig tryggjum við framtíð sem er verðug þeirrar þjóðar sem við viljum vera. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar