Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2025 12:00 Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til sigurs gegn Portúgal á heimavelli og Ungverjalandi á útivelli, og því verða þeir með í HM-umspilinu í lok mars. Getty/Stephen McCarthy Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta. Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira