Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna manneklu. Vísir/Viktor Freyr Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma. Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma.
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57