„Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:50 APTOPIX Climate COP30 André Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar fyrir miðju, Simon Stiell forseti Loftslagsstofnun SÞ til hægri ræðir við embættismenn. AP Samþykkt náðist um lokaályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu eftir mikla málamiðlun. Orðalag ályktunarinnar er umdeild enda er þar hvergi kveðið á um að draga þurfi úr notkun jarðefnaeldsneytis. COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira