Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:30 Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun