Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 16:47 Starfsmanni franska menningarráðuneytisins er gefið að sök að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann hafi oft fært viðtalið út svo langt væri í næstu snyrtingu. Getty Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna. Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira