Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 22:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Lýður Valberg Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira