Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 10:01 Vísindin eru skýr, við erum að ganga of hratt á auðlindir jarðar og á hraðri leið að kollvarpa stöðugleika lykilkerfa plánetunnar sem við öll eigum saman. Vísindafólk um allan heim er sammála um þetta – loftslagsbreytingar ógna tilvist okkar og við erum að valda þeim. Vísindafólk um allan heim er líka sammála um að við verðum að halda hlýnun innan 1,5°C. Með hverju broti úr gráðu yfir 1,5°C eykst hættan á breytingum í veðurfari með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru, samfélög og efnahagskerfi. Vísindin sýna að við erum í hættu, losun hækkar enn og hlýnunin er að verða hraðari. Við erum á mörkum þess að fara yfir þennan þröskuld. Það jákvæða er að við vitum hvað veldur loftslagsbreytingum; bruni jarðefnaeldsneytis og ósjálfbær fæðuöflun. Það jákvæða er líka að við höfum lausnir sem geta komið okkur á rétta braut og að margar þeirra eru nú þegar hagkvæmari, notendavænni og einfaldlega betri en úrelt tækni jarðefnaeldsneytisaldarinnar. Það hefur náðst árangur í loftslagsmálum á heimsvísu en betur má ef duga skal. Frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður fyrir 10 árum hefur margt gerst. Þá stefndum við í 3,6°C hlýnun en stefnum nú í 2,6°C. Það er betra og sýnir að loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa áhrif og hreyfa við hlutunum. Það sýnir líka að við getum breytt hegðun okkar en við þurfum að vinna hraðar. Þar að auki sýna vísindin að ef þau markmið nást sem heimurinn náði saman um á loftslagsráðstefnunni árið 2023 í Dubai (COP28) gætum við með raunhæfum hætti náð að halda hlýnun við 1,7°C innan aldarinnar. Þetta eru markmiðin um að þrefalda endurnýjanlega orkuvinnslu, tvöfalda aðgerðir í bættri orkunýtni og draga verulega úr losun metan fyrir 2030 og halda svo áfram þeirri braut í átt að útfösun jarðefnaeldsneytis. En til að þetta verði að veruleika verðum við að vinna hraðar og vinna saman. Aðgerðir og innleiðingar Mörg vonuðu að nýyfirstaðin loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP30, í Bélem í Brasilíu yrði COP aðgerða og innleiðingar. Þar stóðu leiðtogar ríkja heims ásamt samningafólki stjórnvalda í stóru. Á dagskrá var að sameinast um leiðina í burtu frá jarðefnaeldsneyti (Fossil Fuel Roadmap) og fjármögnun aðgerða, bæði til að draga stórlega úr losun og til að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga ásamt fjölmörgu öðru. Lokaniðurstaða ráðstefnunnar, Mutirão-ákvörðunin, var kannski ekki eins og best verður á kosið en þar leynast þó ljósir punktar. Alþjóðleg samstaða er enn til staðar. Ákvörðunin undirstrikar mikilvægi alþjóðasamvinnu og rammi Parísarsamningsins heldur. Áfram verður byggt á bestu fáanlegu vísindum og nýjustu gögnum IPCC. Niðurstöður IPCC um 1,5°C og vendipunkta eru viðurkenndir sem grundvöllur ákvarðana. Viðurkenning á að hlýnun umfram 1,5°C feli í sér mun meiri, og í raun óviðunandi, áhættu og að kolefniskvótinn sé nánast uppurinn. Viðurkenning á að til að halda 1,5°C innan seilingar þarf 43% samdrátt fyrir 2030, 60% fyrir 2035 og nettó-núll CO₂ fyrir 2050 – og að núverandi losunarferlar eru ekki í takt við þetta. Settur var á laggirnar nýr innleiðingarhraðall (Global Implementation Accelerator) til að hraða innleiðingu aðgerða og auka hvatningu til ríkja um að efla NDC áætlanir sínar. Ekki orð um jarðefnaeldsneyti Þrýstingurinn um aukinn hraða og meiri samvinnu er lifandi og þrátt fyrir annmarka sína sýnir niðurstaðan að pólitískur vilji er til staðar — en að honum þarf að fylgja raunveruleg útfærsla á næstu misserum. Stærstu vonbrigðin eru að margra mati að orðið jarðefnaeldsneyti – sem er jú megin orsakavaldur loftslagsbreytinga – er hvergi að finna í texta ákvörðunarinnar. Það segir þó ekki alla söguna því yfir 90 ríki kölluðu á skýran hátt eftir vegvísum í átt frá jarðefnaeldsneyti. Niðurstöður samningaviðræðna segja í raun aðeins lítinn hluta sögunnar og fréttaflutningur nær oft bara að klóra yfirborðið. Alvarleiki loftslagsbreytinga og neyðin sem við erum að skapa okkur var áþreifanleg á loftslagsráðstefnunni. Ótal margt annað gerist samhliða. Vísindafólk, stjórnmálafólk og fulltrúar atvinnulífs ræða tækni, markaði, aðgerðir sem ýta áfram árangri og hvað stendur í vegi fyrir árangri og hvernig vinna megi betur saman til að ná í mark hraðar. Og flest eru að vinna að loftslagsmálum og betri heimi af metnaði, ástríðu og umhyggju. Þarna næst líka árangur og jákvæðu fréttirnar eru að það eru líka að verða róttækar kerfisbreytingar og jákvæðir vendipunktar sem drifnir eru áfram af samstíga dansi markaðsafla og stjórnmála. Höfundur er forstöðumaður Loftslags og sj á lfbærni hj á Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin eru skýr, við erum að ganga of hratt á auðlindir jarðar og á hraðri leið að kollvarpa stöðugleika lykilkerfa plánetunnar sem við öll eigum saman. Vísindafólk um allan heim er sammála um þetta – loftslagsbreytingar ógna tilvist okkar og við erum að valda þeim. Vísindafólk um allan heim er líka sammála um að við verðum að halda hlýnun innan 1,5°C. Með hverju broti úr gráðu yfir 1,5°C eykst hættan á breytingum í veðurfari með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúru, samfélög og efnahagskerfi. Vísindin sýna að við erum í hættu, losun hækkar enn og hlýnunin er að verða hraðari. Við erum á mörkum þess að fara yfir þennan þröskuld. Það jákvæða er að við vitum hvað veldur loftslagsbreytingum; bruni jarðefnaeldsneytis og ósjálfbær fæðuöflun. Það jákvæða er líka að við höfum lausnir sem geta komið okkur á rétta braut og að margar þeirra eru nú þegar hagkvæmari, notendavænni og einfaldlega betri en úrelt tækni jarðefnaeldsneytisaldarinnar. Það hefur náðst árangur í loftslagsmálum á heimsvísu en betur má ef duga skal. Frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður fyrir 10 árum hefur margt gerst. Þá stefndum við í 3,6°C hlýnun en stefnum nú í 2,6°C. Það er betra og sýnir að loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa áhrif og hreyfa við hlutunum. Það sýnir líka að við getum breytt hegðun okkar en við þurfum að vinna hraðar. Þar að auki sýna vísindin að ef þau markmið nást sem heimurinn náði saman um á loftslagsráðstefnunni árið 2023 í Dubai (COP28) gætum við með raunhæfum hætti náð að halda hlýnun við 1,7°C innan aldarinnar. Þetta eru markmiðin um að þrefalda endurnýjanlega orkuvinnslu, tvöfalda aðgerðir í bættri orkunýtni og draga verulega úr losun metan fyrir 2030 og halda svo áfram þeirri braut í átt að útfösun jarðefnaeldsneytis. En til að þetta verði að veruleika verðum við að vinna hraðar og vinna saman. Aðgerðir og innleiðingar Mörg vonuðu að nýyfirstaðin loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP30, í Bélem í Brasilíu yrði COP aðgerða og innleiðingar. Þar stóðu leiðtogar ríkja heims ásamt samningafólki stjórnvalda í stóru. Á dagskrá var að sameinast um leiðina í burtu frá jarðefnaeldsneyti (Fossil Fuel Roadmap) og fjármögnun aðgerða, bæði til að draga stórlega úr losun og til að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga ásamt fjölmörgu öðru. Lokaniðurstaða ráðstefnunnar, Mutirão-ákvörðunin, var kannski ekki eins og best verður á kosið en þar leynast þó ljósir punktar. Alþjóðleg samstaða er enn til staðar. Ákvörðunin undirstrikar mikilvægi alþjóðasamvinnu og rammi Parísarsamningsins heldur. Áfram verður byggt á bestu fáanlegu vísindum og nýjustu gögnum IPCC. Niðurstöður IPCC um 1,5°C og vendipunkta eru viðurkenndir sem grundvöllur ákvarðana. Viðurkenning á að hlýnun umfram 1,5°C feli í sér mun meiri, og í raun óviðunandi, áhættu og að kolefniskvótinn sé nánast uppurinn. Viðurkenning á að til að halda 1,5°C innan seilingar þarf 43% samdrátt fyrir 2030, 60% fyrir 2035 og nettó-núll CO₂ fyrir 2050 – og að núverandi losunarferlar eru ekki í takt við þetta. Settur var á laggirnar nýr innleiðingarhraðall (Global Implementation Accelerator) til að hraða innleiðingu aðgerða og auka hvatningu til ríkja um að efla NDC áætlanir sínar. Ekki orð um jarðefnaeldsneyti Þrýstingurinn um aukinn hraða og meiri samvinnu er lifandi og þrátt fyrir annmarka sína sýnir niðurstaðan að pólitískur vilji er til staðar — en að honum þarf að fylgja raunveruleg útfærsla á næstu misserum. Stærstu vonbrigðin eru að margra mati að orðið jarðefnaeldsneyti – sem er jú megin orsakavaldur loftslagsbreytinga – er hvergi að finna í texta ákvörðunarinnar. Það segir þó ekki alla söguna því yfir 90 ríki kölluðu á skýran hátt eftir vegvísum í átt frá jarðefnaeldsneyti. Niðurstöður samningaviðræðna segja í raun aðeins lítinn hluta sögunnar og fréttaflutningur nær oft bara að klóra yfirborðið. Alvarleiki loftslagsbreytinga og neyðin sem við erum að skapa okkur var áþreifanleg á loftslagsráðstefnunni. Ótal margt annað gerist samhliða. Vísindafólk, stjórnmálafólk og fulltrúar atvinnulífs ræða tækni, markaði, aðgerðir sem ýta áfram árangri og hvað stendur í vegi fyrir árangri og hvernig vinna megi betur saman til að ná í mark hraðar. Og flest eru að vinna að loftslagsmálum og betri heimi af metnaði, ástríðu og umhyggju. Þarna næst líka árangur og jákvæðu fréttirnar eru að það eru líka að verða róttækar kerfisbreytingar og jákvæðir vendipunktar sem drifnir eru áfram af samstíga dansi markaðsafla og stjórnmála. Höfundur er forstöðumaður Loftslags og sj á lfbærni hj á Landsvirkjun.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun