„Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Hinrik Wöhler skrifar 28. nóvember 2025 21:33 Einar Jónsson, þjálfari Fram, er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir misjafnt gengi í upphafi tímabils. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var upplitsdjarfur þrátt fyrir tveggja marka tap gegn FH í Olísdeild karla í kvöld. Framarar voru sjö mörkum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir en áttu þá góðan kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
„Frábær karakter að koma til baka, við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu. Ánægður með okkur að gera þetta að leik í lokin. Við hefðum jafnvel getað stolið stigi, við vorum að klikka á skotum yfir völlinn á opið mark. Þegar talið er upp úr pokanum þá eru klaufaleg augnablik hjá okkur sem fer með þennan leik,“ sagði Einar eftir leikinn. Eins og Einar benti á þá voru Framarar ekki langt frá því að stela stigi eftir flottan lokakafla en segir að liðið hafi einfaldlega misst Hafnfirðinga of langt frá sér í kjölfar slæms kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Mér fannst vörnin loksins góð en hefur hún hefur ekki verið góð í langan tíma og margt jákvætt sem ég get tekið út úr þessu. Það vantaði pínu gæði og reynslu á köflum. Við misstum FH-ingana of langt fram úr okkur í seinni hálfleik.“ „Mér fannst sóknarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Við skorum 14 mörk og förum með 5-6 dauðafæri. Sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik, þá vorum við í basli og ég átti alveg átti von á því þar sem við erum að spila rosa mikið á sömu mönnunum. Það mæðir mikið á Viktori [Sigurðssyni] og Dánjal [Ragnarssyni] og þeir voru orðnir kannski smá bensínlausir og vantaði smá orku í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Viktor Sigurðsson, sem kom frá Val fyrr á tímabilinu, skoraði sex mörk í kvöld.Vísir/Anton Brink Tveir leikir sem svíða Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa ekki náð sama takti og í fyrra það sem af er tímabili og sitja nú í 8. sæti með 10 stig. Einar er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að það séu fyrst og fremst tveir leikir sem hann sé ósáttur með hingað til. „Það eru tveir leikir sem svíða mjög sárt en það er Selfoss úti og Stjarnan heima í síðustu umferð. Það voru lélegir leikir af okkar hálfu, þar fyrir utan hefur þetta verið fínt og margt mjög jákvætt.“ Meiðslalistinn hjá Fram er langur um þessar mundir en þar má finna leikmenn á borð við Marel Baldvinsson, Rúnar Kárason, Þorstein Gauta Hjálmarsson og Magnús Öder Einarsson. Einar segir að það hafi skiljanlega áhrif. „Það eru margir leikmenn búnir að spila mikið og við erum búnir að reyna nýta fyrri hlutann ágætlega en við erum með fullt af mönnum óleikfærum. Við græðum á þessu þegar fram líða stundir en enginn spurning, maður hefði viljað vera ofar. Það eru þó fyrst og fremst tveir leikir sem sitja í mér sem þetta varðar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“