Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 10:47 Mark Rutte, Marco Rubio og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal viðstaddra þegar utanríkisráðherrar NATO hittust síðast í Brussel í apríl. NATO Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“ NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“
NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira