Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 22:30 Tennisstjarnan Coco Gauff er tekjuhæsta íþróttakona heims þriðja árið í röð. EPA/JUSTIN LANE Peningar eru loksins farnir að streyma inn í kvennaíþróttir og njóta sérstaklega íþróttakonur í körfubolta, íshokkí, fótbolta, hafnabolta og blaki góðs af því. Tennisíþróttin er hins vegar áberandi á topplistanum eins og verið hefur í áratugi. Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Sjá meira
Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Sjá meira