Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 22:30 Tennisstjarnan Coco Gauff er tekjuhæsta íþróttakona heims þriðja árið í röð. EPA/JUSTIN LANE Peningar eru loksins farnir að streyma inn í kvennaíþróttir og njóta sérstaklega íþróttakonur í körfubolta, íshokkí, fótbolta, hafnabolta og blaki góðs af því. Tennisíþróttin er hins vegar áberandi á topplistanum eins og verið hefur í áratugi. Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira