Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:34 Hermenn birtust á skjám landsmanna í Benín og sögðust hafa rænt völdum. Skjáskot Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni. Benín Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni.
Benín Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira