Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 09:16 Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun