Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 11. desember 2025 08:00 Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun