Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2025 15:13 Dagur Dan Þórhallsson hefur leikið með Orlando City eftir að hann fór frá Breiðabliki í ársbyrjun 2023. Getty/Michael Pimentel Fótboltamaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur kvatt Orlando City. Hann verður þó áfram í amerísku MLS-deildinni því kanadíska félagið CF Montréal hefur tryggt sér krafta þessa 25 ára gamla bakvarðar. Frá þessu er meðal annars greint á heimasíðu MLS-deildarinnar þar sem segir að Orlando fái 500.000 Bandaríkjadali, jafnvirði um 64 milljóna króna, vegna skiptanna og að við það gætu bæst 125.000 dalir. Samningur Dags við Montréal, sem Víkingurinn Róbert Orri Þorkelsson var áður á mála hjá, gildir út tímabilið 2027-28 með möguleika á árs framlengingu. „Ég vil bara þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir Dagur í kveðjubréfi til síns fólks í Flórída á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagur Dan Þorhallsson (@dagur_dan) „Ég kom til Orlando sem drengur með stóra drauma um að spila í MLS-deildinni og ég fer héðan enn sem drengur, bara aðeins eldri með yfir 100 leiki fyrir félagið, barn, hund og vini fyrir lífstíð!! Orlando verður alltaf heimili mitt og fjölskyldu minnar. Að lokum, til stuðningsmannanna, ég elska ykkur af öllu mínu hjarta❤️ þið tókuð mér opnum örmum frá upphafi og því mun ég búa að það sem eftir er ævinnar,“ segir Dagur. Hann gekk til liðs við Orlando City í ársbyrjun 2023, frá Breiðabliki, eftir að hafa einnig spilað í Noregi og með Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi. Hann skoraði níu mörk og gaf ellefu stoðsendingar í 116 leikjum í öllum keppnum fyrir Orlando. Dagur á að baki sjö A-landsleiki. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Frá þessu er meðal annars greint á heimasíðu MLS-deildarinnar þar sem segir að Orlando fái 500.000 Bandaríkjadali, jafnvirði um 64 milljóna króna, vegna skiptanna og að við það gætu bæst 125.000 dalir. Samningur Dags við Montréal, sem Víkingurinn Róbert Orri Þorkelsson var áður á mála hjá, gildir út tímabilið 2027-28 með möguleika á árs framlengingu. „Ég vil bara þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir Dagur í kveðjubréfi til síns fólks í Flórída á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagur Dan Þorhallsson (@dagur_dan) „Ég kom til Orlando sem drengur með stóra drauma um að spila í MLS-deildinni og ég fer héðan enn sem drengur, bara aðeins eldri með yfir 100 leiki fyrir félagið, barn, hund og vini fyrir lífstíð!! Orlando verður alltaf heimili mitt og fjölskyldu minnar. Að lokum, til stuðningsmannanna, ég elska ykkur af öllu mínu hjarta❤️ þið tókuð mér opnum örmum frá upphafi og því mun ég búa að það sem eftir er ævinnar,“ segir Dagur. Hann gekk til liðs við Orlando City í ársbyrjun 2023, frá Breiðabliki, eftir að hafa einnig spilað í Noregi og með Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi. Hann skoraði níu mörk og gaf ellefu stoðsendingar í 116 leikjum í öllum keppnum fyrir Orlando. Dagur á að baki sjö A-landsleiki.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira