„Stóra-Hraun mun rísa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð um fangelsismál í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísir/Bjarni Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Þetta kom fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Í fyrirspurn sinni rakti Guðrún þá erfiðu stöðu sem uppi er í fangelsiskerfinu og innti ráðherra eftir svörum um hvað hún hyggist gera til að bæta kerfið. „Hvar stendur nú undirbúningurinn að nýju öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni og hvaða áþreifanlegu skref hafa verið stigin til að tryggja að þessi framkvæmd, sem þegar hefur verið tekin inn í fjármálaáætlun, verði loksins að veruleika sem lausn á algjörlega óviðunandi stöðu í fullnustukerfinu?“ spurði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir kallaði eftir svörum arftaka síns í dómsmálaráðuneytinu um fangelsismál á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Í fyrra svari sínu benti Þorbjörg á að málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður til margra ára. „Stóra-Hraun mun rísa. Það mun rísa á Suðurlandi. Og háttvirtur þingmaður spyr um næstu skref. Útboð um jarðvegsvinnu á Stóra-Hrauni er á næsta leiti. Þetta mál er í ágætum tökum, stendur til og allt óbreytt hvað það varðar. Við vitum hins vegar að fangelsi rís ekki á einni nóttu, ekki á einni viku og heldur ekki á ellefu mánuðum,“ sagði Þorbjörg. Þá nefndi hún áform um að setja á fót brottfararstöð sem muni létta á fangelsiskerfinu. Afstaða hennar til byggingar nýs fangelsis sé óbreytt en hins vegar staldri hún við þær kostnaðartölur sem legið hafi fyrir af hálfu fyrri ríkisstjórnar. „Ég var ósátt við það hversu dýr þessi framkvæmd átti að vera. Af þeirri ástæðu hefur verið vinna í gangi um það að rýna hvernig megi ná þessum kostnaði niður, þannig að fjárfesting geti talist skynsamleg,“ sagði Þorbjörg. Í síðari ræðu sinni sagði Guðrún arftaka sinn hafa farið með rangt mál hvað varðar þann kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir vegna fangelsisins. Kostnaðaráætlun hafi gert ráð fyrir sautján milljörðum vegna nýs öryggisfangelsis en ekki þrjátíu milljörðum líkt og fram hafi komið í máli Þorbjargar. Fangelsismál Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Í fyrirspurn sinni rakti Guðrún þá erfiðu stöðu sem uppi er í fangelsiskerfinu og innti ráðherra eftir svörum um hvað hún hyggist gera til að bæta kerfið. „Hvar stendur nú undirbúningurinn að nýju öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni og hvaða áþreifanlegu skref hafa verið stigin til að tryggja að þessi framkvæmd, sem þegar hefur verið tekin inn í fjármálaáætlun, verði loksins að veruleika sem lausn á algjörlega óviðunandi stöðu í fullnustukerfinu?“ spurði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir kallaði eftir svörum arftaka síns í dómsmálaráðuneytinu um fangelsismál á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Í fyrra svari sínu benti Þorbjörg á að málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður til margra ára. „Stóra-Hraun mun rísa. Það mun rísa á Suðurlandi. Og háttvirtur þingmaður spyr um næstu skref. Útboð um jarðvegsvinnu á Stóra-Hrauni er á næsta leiti. Þetta mál er í ágætum tökum, stendur til og allt óbreytt hvað það varðar. Við vitum hins vegar að fangelsi rís ekki á einni nóttu, ekki á einni viku og heldur ekki á ellefu mánuðum,“ sagði Þorbjörg. Þá nefndi hún áform um að setja á fót brottfararstöð sem muni létta á fangelsiskerfinu. Afstaða hennar til byggingar nýs fangelsis sé óbreytt en hins vegar staldri hún við þær kostnaðartölur sem legið hafi fyrir af hálfu fyrri ríkisstjórnar. „Ég var ósátt við það hversu dýr þessi framkvæmd átti að vera. Af þeirri ástæðu hefur verið vinna í gangi um það að rýna hvernig megi ná þessum kostnaði niður, þannig að fjárfesting geti talist skynsamleg,“ sagði Þorbjörg. Í síðari ræðu sinni sagði Guðrún arftaka sinn hafa farið með rangt mál hvað varðar þann kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir vegna fangelsisins. Kostnaðaráætlun hafi gert ráð fyrir sautján milljörðum vegna nýs öryggisfangelsis en ekki þrjátíu milljörðum líkt og fram hafi komið í máli Þorbjargar.
Fangelsismál Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira