Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2025 21:01 Kristófer Acox skrefinu á undan Mirza Bulic eins og Valsmenn voru gegn Keflavík í þessum leik. Vísir/Anton Brink Valur bar sigurorð af Keflvík, 111-91, þegar liðin áttust við í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og komust 19-10 yfir um miðjan leikhlutann þegar Keyshawn Woods setti niður þriggja stiga skot. Hjálmar Stefánsson lokaði síðan leikhlutanum með þriggja stiga körfu og Valur fór með sex stiga forskot, 30-24, inn í annan leikhluta. Leikmenn Vals juku svo forystu sína í öðrum leikhluta. Þegar leikhlutinn var hálfnaður varði Kristófer Acox skot Halldórs Garðars Hermannssonar með tilþrifum og Karl Kristján Sigurðarson setti niður þrist sem kom Val 13 stigum yfir, 42-29. Þegar liðin gengu svo til búningsherbergja í hálfleik leiddi Valur, 55-44, og útlitið gott hjá heimamönnum. Valsarar slógu ekki slöku við í þriðja leikhluta og Kári Jónsson kom heimamönnum 16 stigum yfir, 73-57, um miðbik leikhlutans. Sama þróun var í fjórða leikhluta og þegar upp var staðið hafði Valur betur, 111-91. Keflvíkingar náðu ekki upp nægilegum krafti í varnarleik sinn eða flæði í sóknarleikinn til þess að velgja Val undir uggum í þessum leik. Valur hefur nú haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni síðan liðið var rassskellt af toppliðinu, Grindavík, í lok októbermánuðar síðastliðnum. Góður bragur er á Valsliðinu sem spilaði feykilega sterka vörn í þessum leik og skilvirkan sóknarleik. Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF
Valur bar sigurorð af Keflvík, 111-91, þegar liðin áttust við í 10. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta og komust 19-10 yfir um miðjan leikhlutann þegar Keyshawn Woods setti niður þriggja stiga skot. Hjálmar Stefánsson lokaði síðan leikhlutanum með þriggja stiga körfu og Valur fór með sex stiga forskot, 30-24, inn í annan leikhluta. Leikmenn Vals juku svo forystu sína í öðrum leikhluta. Þegar leikhlutinn var hálfnaður varði Kristófer Acox skot Halldórs Garðars Hermannssonar með tilþrifum og Karl Kristján Sigurðarson setti niður þrist sem kom Val 13 stigum yfir, 42-29. Þegar liðin gengu svo til búningsherbergja í hálfleik leiddi Valur, 55-44, og útlitið gott hjá heimamönnum. Valsarar slógu ekki slöku við í þriðja leikhluta og Kári Jónsson kom heimamönnum 16 stigum yfir, 73-57, um miðbik leikhlutans. Sama þróun var í fjórða leikhluta og þegar upp var staðið hafði Valur betur, 111-91. Keflvíkingar náðu ekki upp nægilegum krafti í varnarleik sinn eða flæði í sóknarleikinn til þess að velgja Val undir uggum í þessum leik. Valur hefur nú haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni síðan liðið var rassskellt af toppliðinu, Grindavík, í lok októbermánuðar síðastliðnum. Góður bragur er á Valsliðinu sem spilaði feykilega sterka vörn í þessum leik og skilvirkan sóknarleik.
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti