Björn Dagbjartsson er látinn Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 18:07 Björn Dagbjartsson var meðal annars þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðsend Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn. Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fjölskylda Björns greinir frá andlátinu en Björn lést á Landspítalanum 11. desember. Björn fæddist 19. janúar 1937 í Álftagerði í Mývatnssveit, elstur sex barna hjónanna Dagbjarts Sigurðssonar og Kristjönu Ásbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og prófi í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og síðan doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Rutgers University í New Jersey 1972. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1965–1966. Árin 1966–1969 og 1972–1974 starfaði hann sem sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og var þar forstjóri 1974–1984. Þá var hann aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980 og ritaði margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur. Björn var valinn Penni ársins af ritstjórn Dagblaðsins Vísis árið 1982 fyrir „stuttar, skýrar og skilmerkilegar greinar um þjóðmál“. Björn var alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1984–1987. Hann var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1987–2001 og sinnti brautryðjendastarfi við uppbyggingu þróunarsamstarfs Íslands og landanna sunnan Sahara. Frá 2001 til 2005 var hann sendiherra Íslands í Mósambík, Suður-Afríku og Namibíu. Var hann fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Björn var virkur í starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi um áratugaskeið og kom ásamt Gunnhildi Sigurðardóttur á samstarfi milli Rótarýklúbba á Íslandi og í Kimberley í Suður-Afríku um byggingu og rekstur barnaheimilis í einu af fátækustu hverfum borgarinnar. Eiginkona Björns var Sigrún Valdimarsdóttir, bankastarfsmaður og leiðsögumaður, fædd 9. janúar 1936, en hún lést 6. maí 2001. Sambýliskona Björns var Sigríður Jóhannesdóttir bankastarfsmaður, fædd 8. júní 1939, en hún lést 18. september 2005. Eftirlifandi sambýliskona Björns er Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur en einnig lætur Björn eftir sig dæturnar Sigurveigu Huld Sigurðardóttur og Brynhildi Björnsdóttur, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn.
Andlát Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira