Handbolti

Donni marka­hæstur í dramatískum sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson. 
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson.  VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn „Donni“ Kristjánsson var markahæstur í 34-35 sigri Skanderborg á útivelli gegn Hoj í 17. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Leikurinn var æsispennandi en Skanderborg var skrefinu á undan. Liðið virtist svo ætla að missa sigurinn frá sér á lokamínútunum og lenti undir, en tókst að jafna og Donni skoraði síðan markið sem kom Skanderborg aftur yfir.

Næsta skot Donna small hins vegar í stönginni og eftir mark frá Hoj stóð staðan jöfn næstu tvær mínútur.

Christoffer Sundsgaard Dreyer reyndist svo hetja Skanderborg þegar hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins.

Donni endaði leikinn með 6 mörk, markahæstur hjá Skanderborg sem situr í þriðja sæti dönsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×