Innlent

Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigur­björg Erla hættir

Árni Sæberg skrifar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir er eini bæjarfulltrúi Pírata.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir er eini bæjarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm

Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor.

Í tilkynningu þess efnis á Facebook segir að undanfarin tvö kjörtímabil hafi Píratar í Kópavogi komið mörgum áherslumálum flokksins á dagskrá með góðum árangri. 

„Að þessu sinni teljum við skynsamlegra að dreifa ekki kröftum og atkvæðum á fleiri framboðslista, enda eru aðrir flokkar með áherslur svipaðar okkar í mörgum lykilmálum. Við munum engu að síður nýta síðustu mánuðina af fullum þunga eins og hingað til, og leggja okkar af mörkum til að íhaldið og sérhagsmunirnir fái frí frá völdum í vor.“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir er eini bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Hún segir í samtali við Vísi að hún ætli ekki að bjóða sig fram undir öðrum merkjum í vor. Hún sé að ljúka sínu öðru kjörtímabili og hafi ákveðið að láta staðar numið í bæjarpólitíkinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×