Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2025 11:31 Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Samsett Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, segir vel geta verið að gott umtal síðustu vikna hafi stigið einhverjum af hans leikmönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tímapunkti en Keflavík ætlar sér að verða bestir þegar úrslitakeppnin tekur við. Keflavík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld. „Við erum mjög tilbúnir í þetta. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir á hverjum vetri. Ég geri ráð fyrir því að við fáum mikið af fólki í húsið og að mínir leikmenn séu klárir í þetta verkefni,“ segir Daníel, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi en hann ólst sjálfur upp í Njarðvík, hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu. Keflvíkingar töpuðu fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa þar áður unnið þrjá leiki í röð í Bónus deildinni en sem stendur er Keflavík í 4.sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Grindavíkur. Á milli umferða í deildinni komust Keflvíkingar áfram í átta liða úrslit VÍS-bikarsins með sigri á ÍA. „Við erum búnir að leggja mestu áhersluna á vörnina hjá okkur síðustu daga en sömuleiðis hvaða sóknarleik við eigum að spila og hvaða aðferðir við þurfum að nota til þess að sækja á Njarðvíkingana. Þeir eru með sterkt lið og þrátt fyrir að hafa lent í skakkaföllum hafa þeir sýnt ágætis frammistöðu gegn sterkum liðum undanfarið. Við náðum einum leik á milli umferða í Bónus deildinni til þess að þétta raðirnar og óskandi að það verði allt klárt hjá okkur í kvöld.“ Keflavík hefur unnið sjö af tíu leikjum sínum til þessa í deildinni en þegar komið er að leikjum á móti liðum sem geta talist topplið, eins og Valur í síðustu umferð, hafa þeir ekki alveg náð að sýna sitt rétta andlit. Það var til umræðu í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem að Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur þáttarins, sagðist viss um að gott umtal síðustu vikurnar hafi náð til liðsins. „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku. En það má vel vera að ágætis gengi undanfarið hafi stigið einhverjum til höfuðs. Það eru allir meðvitaðir um að við erum að reyna keppa við liðin fyrir ofan okkur, árangurinn í vetur hefur ekki verið eftir því. Við þurfum bara að þétta raðirnar, halda áfram að bæta okkar leik. Það verður enginn meistari á þessum tímapunkti en við verðum að vera bestir þegar að úrslitakeppnin byrjar.“ Hvernig sérðu þennan grannaslag spilast í kvöld? „Ég held að þetta verði bara þessi klassíska barátta. Ég hef verið hinu megin við borðið, Njarðvíkur megin, bæði þjálfað og spilað þar. Þetta hefur alltaf verið mikil áskorun að koma í þessa leiki. Þetta eru alltaf hörku leikir. Ég vil keyra hraðann upp, hafa gott flæði í okkar leik. Ég veit að Njarðvík mun gera sitt besta til að berja á okkur og við sömuleiðis á þeim.“ Grannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2. Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
„Við erum mjög tilbúnir í þetta. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir á hverjum vetri. Ég geri ráð fyrir því að við fáum mikið af fólki í húsið og að mínir leikmenn séu klárir í þetta verkefni,“ segir Daníel, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi en hann ólst sjálfur upp í Njarðvík, hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu. Keflvíkingar töpuðu fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa þar áður unnið þrjá leiki í röð í Bónus deildinni en sem stendur er Keflavík í 4.sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Grindavíkur. Á milli umferða í deildinni komust Keflvíkingar áfram í átta liða úrslit VÍS-bikarsins með sigri á ÍA. „Við erum búnir að leggja mestu áhersluna á vörnina hjá okkur síðustu daga en sömuleiðis hvaða sóknarleik við eigum að spila og hvaða aðferðir við þurfum að nota til þess að sækja á Njarðvíkingana. Þeir eru með sterkt lið og þrátt fyrir að hafa lent í skakkaföllum hafa þeir sýnt ágætis frammistöðu gegn sterkum liðum undanfarið. Við náðum einum leik á milli umferða í Bónus deildinni til þess að þétta raðirnar og óskandi að það verði allt klárt hjá okkur í kvöld.“ Keflavík hefur unnið sjö af tíu leikjum sínum til þessa í deildinni en þegar komið er að leikjum á móti liðum sem geta talist topplið, eins og Valur í síðustu umferð, hafa þeir ekki alveg náð að sýna sitt rétta andlit. Það var til umræðu í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem að Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur þáttarins, sagðist viss um að gott umtal síðustu vikurnar hafi náð til liðsins. „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku. En það má vel vera að ágætis gengi undanfarið hafi stigið einhverjum til höfuðs. Það eru allir meðvitaðir um að við erum að reyna keppa við liðin fyrir ofan okkur, árangurinn í vetur hefur ekki verið eftir því. Við þurfum bara að þétta raðirnar, halda áfram að bæta okkar leik. Það verður enginn meistari á þessum tímapunkti en við verðum að vera bestir þegar að úrslitakeppnin byrjar.“ Hvernig sérðu þennan grannaslag spilast í kvöld? „Ég held að þetta verði bara þessi klassíska barátta. Ég hef verið hinu megin við borðið, Njarðvíkur megin, bæði þjálfað og spilað þar. Þetta hefur alltaf verið mikil áskorun að koma í þessa leiki. Þetta eru alltaf hörku leikir. Ég vil keyra hraðann upp, hafa gott flæði í okkar leik. Ég veit að Njarðvík mun gera sitt besta til að berja á okkur og við sömuleiðis á þeim.“ Grannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira