Erlent

Trump skipar sendi­full­trúa fyrir Græn­land

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landry segist munu sinna sendifulltrúastarfinu í sjálfboðavinnu meðfram ríkisstjórastarfinu.
Landry segist munu sinna sendifulltrúastarfinu í sjálfboðavinnu meðfram ríkisstjórastarfinu. Getty/Win McNamee

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á Truth Social í gær að hann hefði skipað Jeff Landry, ríkisstjóra Louisiana, sem sérlegan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands.

„Jeff skilur hversu mikilvægt Grænland er þegar kemur að þjóðaröryggi okkar og mun gæta hagsmuna landsins okkar, í þágu öryggis og afkomu bandamanna okkar og heimsins alls,“ sagði Trump.

Landry hefur lýst þeirri skoðun sinni að Grænland ætti að tilheyra Bandaríkjunum, líkt og Trump hefur sjálfur lýst yfir. „Við þurfum að tryggja að Grænland gangi inn í Bandaríkin. Frá bært fyrir þau, frábært fyrir okkur! Látum það gerast!“ sagði Landry á X í janúar síðastliðnum.

Leiða má líkur að því að til viðbótar við þjóðaröryggissjónarmið þá séu það náttúruauðlindir Grænalands sem freista Trump, þar á meðal fágætir málmar.

Grænland og Danmörk hafa hins vegar lýst andstöðu við hugmyndinni og nokkur uggur er í Grænlendingum vegna yfirlýsinga ráðamanna vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×