Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Árni Sæberg skrifar 22. desember 2025 16:02 Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með því að sameina rekstur, sérhæfða tækniþekkingu og stoðkerfi verði til sterkari og skilvirkari heild, dregið sé úr tvíverknaði og viðnámsþróttur aukinn gagnvart netógnum, náttúruvá og almennum rekstraráhættuþáttum. Engar uppsagnir Markmið sameiningarinnar sé tvíþætt og endurspeglist í skýrum hlutverkum fyrirtækjanna Farice og Neyðarlínunnar. Farice verði sterkt fjarskipta- og innviðafyrirtæki sem reki meðal annars fjarskiptasæstrengi og Tetra öryggisfjarskiptakerfið og verði tæknilegt bakland fyrir neyðarviðbragð, almannavarnir og mikilvæga innviði á Íslandi. Neyðarlínan muni eftir sem áður sinna neyðarnúmerinu 112 og einbeita sér enn frekar að því meginhlutverki sínu, að tryggja skjót, traust og fumlaus viðbrögð þegar neyðarástand skapast. Engar uppsagnir verði vegna sameiningarinnar. Neyðarlínan áfram sjálfstæð Engin breyting verði á þjónustustigi neyðarsvörunar Neyðarlínunnar né símanúmerinu 112. Starfsfólk neyðarsvörunar verði áfram starfsfólk Neyðarlínunnar og rík áhersla sé lögð á að Neyðarlínan verði áfram sjálfstætt félag sem sæki tækni- og stoðþjónustu til Farice samkvæmt þjónustusamningi. „Með því að færa tækniþjónustu og innviðarekstur til Farice getur Neyðarlínan einbeitt sér enn frekar að sínu meginhlutverki sem er neyðarsvörun í samræmda neyðarnúmerið 112 og tryggja áfram skjótt og traust viðbragð þegar neyðarástand skapast.“ er haft eftir Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar. Áhersla á öryggi og samfellu Sameiningin sé svar við auknum öryggiskröfum, hraðri tækniþróun og flóknara öryggisumhverfi, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Sameinaða fjarskiptafyrirtækið Farice verði sterkt tækni- og innviðafyrirtæki sem reki meðal annars þrjá fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við Evrópu auk þess að reka Tetra-kerfið, sem innlend öryggisfjarskipti byggi á og muni áfram veita viðskiptavinum sínum örugga og góða þjónustu. Með sameiningunni styrkist net- og upplýsingaöryggi ásamt því að tryggja meira rekstraröryggi og efla viðbragðsgetu í áföllum. Jafnframt skapist betri forsendur til að þróa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini, viðbragðsaðila og samfélagið í heild. Þá verði félagið betur í stakk búið til að standa undir aukum kröfum eftirlitsaðila svo sem við innleiðingu evrópsku NIS2-löggjafarinnar. „Með sameiningunni er verið að styrkja grunnstoðir fjarskipta- og öryggisinnviða á Íslandi. Við sameinum sérhæfða þekkingu, mikilvæga innviði og stoðkerfi í eina samstæðu með skýra ábyrgð. Það eykur öryggi, bætir þjónustu og eflir getu okkar til að mæta kröfum og áskorunum framtíðar. Þannig er verið að treysta lykilinnviði landsins, tryggja áreiðanlega þjónustu og bæta viðnámsþrótt við breyttu öryggisumhverfi, tæknilegum áskorunum og náttúruvá. “er haft eftir Þorvarði Sveinssyni, framkvæmdastjóra Farice Viðskiptin séu með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Sæstrengir Almannavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með því að sameina rekstur, sérhæfða tækniþekkingu og stoðkerfi verði til sterkari og skilvirkari heild, dregið sé úr tvíverknaði og viðnámsþróttur aukinn gagnvart netógnum, náttúruvá og almennum rekstraráhættuþáttum. Engar uppsagnir Markmið sameiningarinnar sé tvíþætt og endurspeglist í skýrum hlutverkum fyrirtækjanna Farice og Neyðarlínunnar. Farice verði sterkt fjarskipta- og innviðafyrirtæki sem reki meðal annars fjarskiptasæstrengi og Tetra öryggisfjarskiptakerfið og verði tæknilegt bakland fyrir neyðarviðbragð, almannavarnir og mikilvæga innviði á Íslandi. Neyðarlínan muni eftir sem áður sinna neyðarnúmerinu 112 og einbeita sér enn frekar að því meginhlutverki sínu, að tryggja skjót, traust og fumlaus viðbrögð þegar neyðarástand skapast. Engar uppsagnir verði vegna sameiningarinnar. Neyðarlínan áfram sjálfstæð Engin breyting verði á þjónustustigi neyðarsvörunar Neyðarlínunnar né símanúmerinu 112. Starfsfólk neyðarsvörunar verði áfram starfsfólk Neyðarlínunnar og rík áhersla sé lögð á að Neyðarlínan verði áfram sjálfstætt félag sem sæki tækni- og stoðþjónustu til Farice samkvæmt þjónustusamningi. „Með því að færa tækniþjónustu og innviðarekstur til Farice getur Neyðarlínan einbeitt sér enn frekar að sínu meginhlutverki sem er neyðarsvörun í samræmda neyðarnúmerið 112 og tryggja áfram skjótt og traust viðbragð þegar neyðarástand skapast.“ er haft eftir Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar. Áhersla á öryggi og samfellu Sameiningin sé svar við auknum öryggiskröfum, hraðri tækniþróun og flóknara öryggisumhverfi, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Sameinaða fjarskiptafyrirtækið Farice verði sterkt tækni- og innviðafyrirtæki sem reki meðal annars þrjá fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við Evrópu auk þess að reka Tetra-kerfið, sem innlend öryggisfjarskipti byggi á og muni áfram veita viðskiptavinum sínum örugga og góða þjónustu. Með sameiningunni styrkist net- og upplýsingaöryggi ásamt því að tryggja meira rekstraröryggi og efla viðbragðsgetu í áföllum. Jafnframt skapist betri forsendur til að þróa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini, viðbragðsaðila og samfélagið í heild. Þá verði félagið betur í stakk búið til að standa undir aukum kröfum eftirlitsaðila svo sem við innleiðingu evrópsku NIS2-löggjafarinnar. „Með sameiningunni er verið að styrkja grunnstoðir fjarskipta- og öryggisinnviða á Íslandi. Við sameinum sérhæfða þekkingu, mikilvæga innviði og stoðkerfi í eina samstæðu með skýra ábyrgð. Það eykur öryggi, bætir þjónustu og eflir getu okkar til að mæta kröfum og áskorunum framtíðar. Þannig er verið að treysta lykilinnviði landsins, tryggja áreiðanlega þjónustu og bæta viðnámsþrótt við breyttu öryggisumhverfi, tæknilegum áskorunum og náttúruvá. “er haft eftir Þorvarði Sveinssyni, framkvæmdastjóra Farice Viðskiptin séu með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Sæstrengir Almannavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira