Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2025 10:00 Leo Prantner fagnar marki á HM fyrir tæpu ári þar sem hann varð markahæstur í ítalska liðinu. EPA/TIL BUERGY Þjóðverjinn Bob Hanning hefur valið tuttugu manna landsliðshóp Ítalíu sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM í handbolta, í Kristianstad í Svíþjóð í janúar. Leo Prantner, örvhentur leikmaður Þýskalandsmeistara Füchse Berlín, er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert getað spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hinn 24 ára gamli Prantner hefur auðvitað verið algjör lykilmaður í ítalska landsliðinu og varð markahæstur í liðinu á HM fyrir tæpu ári síðan. Það var fyrsta stórmót Ítalíu á þessari öld, eða frá því að liðið komst á HM 1997 og lék svo á heimavelli á EM árið 1998. EM í janúar verður því fjórða stórmót Ítala sem eiga erfitt verk fyrir höndum í riðli með Íslendingum, Ungverjum og Pólverjum. View this post on Instagram A post shared by Federazione 🇮🇹 Giuoco Handball (@federazioneitalianahandball) Simon Sirot, sem er í ungmennaakademíu Füchse Berlín, er einnig í ítalska EM-hópnum sem og Domenico Ebner markvörður Leipzig og Simone Mengon úr Stuttgart. Þá eru fjórir leikmenn sem spila í þýsku B-deildinni, þar af þrír með Potsdam sem er venslalið Füchse. Hanning, þjálfari Ítala, hefur um langt árabil verið við völd hjá Füchse Berlín, þar sem hann er framkvæmdastjóri, og tengist því ítölskum leikmönnum félagsins með tvennum hætti. Ítalir koma líkt og strákarnir okkar saman til æfinga 2. janúar. Þeir leika vináttulandsleik við Rúmeníu 6. janúar og fylgja því svo eftir með tveimur vináttulandsleikjum við Færeyinga í Þórshöfn, áður en leikurinn við Ísland tekur við 16. Janúar á EM. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Leo Prantner, örvhentur leikmaður Þýskalandsmeistara Füchse Berlín, er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert getað spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hinn 24 ára gamli Prantner hefur auðvitað verið algjör lykilmaður í ítalska landsliðinu og varð markahæstur í liðinu á HM fyrir tæpu ári síðan. Það var fyrsta stórmót Ítalíu á þessari öld, eða frá því að liðið komst á HM 1997 og lék svo á heimavelli á EM árið 1998. EM í janúar verður því fjórða stórmót Ítala sem eiga erfitt verk fyrir höndum í riðli með Íslendingum, Ungverjum og Pólverjum. View this post on Instagram A post shared by Federazione 🇮🇹 Giuoco Handball (@federazioneitalianahandball) Simon Sirot, sem er í ungmennaakademíu Füchse Berlín, er einnig í ítalska EM-hópnum sem og Domenico Ebner markvörður Leipzig og Simone Mengon úr Stuttgart. Þá eru fjórir leikmenn sem spila í þýsku B-deildinni, þar af þrír með Potsdam sem er venslalið Füchse. Hanning, þjálfari Ítala, hefur um langt árabil verið við völd hjá Füchse Berlín, þar sem hann er framkvæmdastjóri, og tengist því ítölskum leikmönnum félagsins með tvennum hætti. Ítalir koma líkt og strákarnir okkar saman til æfinga 2. janúar. Þeir leika vináttulandsleik við Rúmeníu 6. janúar og fylgja því svo eftir með tveimur vináttulandsleikjum við Færeyinga í Þórshöfn, áður en leikurinn við Ísland tekur við 16. Janúar á EM.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira