Handbolti

Elín Klara at­kvæða­mikil og sigur­sæl í jólaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar einu marka sinna fyrir íslenska landsliðið á HM.
Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar einu marka sinna fyrir íslenska landsliðið á HM. Getty/Marco Wolf

Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar hennar í Sävehof héldu sigurgöngu sinni áfram í sænska handboltanum í dag.

Sävehof vann þá þriggja marka heimasigur á Västerås og tryggði stöðu sína á toppi deildarinnar.

Þetta var fimmti deildarsigur Sävehof í röð og liðið er með tveggja stiga forskot á Onnereds á toppnum.

Elín Klara var í stóru hlutverki og atkvæðamikil að venju í liði Sävehof.

Elín var með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar og kom að sjö mörkum liðsins. Hún var með flestar stoðsendingar í liðinu og næsthæst í framlagi á eftir Kim Molenaar sem skoraði níu mörk, þar af fimm úr vitum.

Elín Klara klikkaði á eina vítaskoti sínu en nýtti alls fjögur af sjö skotum sínum utan af velli í leiknum.

Sävehof hefur unnið níu af fyrstu tíu deildarleikjum sínum á fyrstu leiktíð Elínar Klöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×