Veður

Væta vestan­til eftir há­degi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Búast má við rigningarskúrum á vestanverðu landinu eftir hádegi.
Búast má við rigningarskúrum á vestanverðu landinu eftir hádegi. Vísir/Vilhelm

Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Vestan 5-13 m/s, en hægari vindur síðdegis. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag og þriðjudag:

Vestan 3-10. Skýjað vestantil, úrkomulítið og hiti 1 til 6 stig, en bjart með köflum og svalara um landið austanvert.

Á miðvikudag (gamlársdagur):

Vestan 8-15 og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt suðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari norðlæg átt um kvöldið, yfirleitt þurrt á landinu og hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag (nýársdagur) og föstudag:

Norðlæg átt og lítilsháttar él, en þurrt að mestu sunnan heiða. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×