Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 22:33 Trump og Selenskíj tókust í hendur að fundi þeirra loknum. Þeir voru sammála um að fundurinn hefði verið góður. Getty „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. „Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
„Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“